Miðjumaðurinn ungi hjá Tottenham Hotspurs, Wayne Routledge, sem félagið keypti frá Crystal Palace í sumar verður í hóp liðsins gegn Portsmouth í kvöld eftir að hafa verið frá keppni síðan síðla sumars vegna fótbrots.
"Ég er ekki kominn í leikform ennþá en mér líður vel í löppinni og það skiptir mestu máli," sagði Routledge. "Ég hef verið lengi frá og þarf að mörgu leiti að byrja alveg upp á nýtt með liðinu, en ég býst við að það verði aðeins til að styrkja mig sem leikmann," bætti hann við, en táningurinn Aaron Lennon hefur sýnt nokkra lipra spretti á hægri kantinum hjá Tottenham í fjarveru Routledge í vetur.