Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hefur nú gefið það út að hann vilji ekki fara frá Liverpool, þrátt fyrir að þurfa oft að sitja á tréverkinu. Cissé sagðist í haust vilja fara frá Liverpool því hann taldi landsliðsferil sinn í hættu af því hann fékk ekki að spila nógu mikið.
"Ég elska Liverpool, ég á góða vini hérna og frábæra félaga í liðinu, ég er búinn að kaupa mér flott hús - því skyldi ég vilja fara? Það er frábær andi í herbúðum liðsins og allir eru ánægðir og léttir í skapi. Það er allt annar andi í búningsberbergjum hérna heldur en var þegar ég var í Frakklandi," sagði Cissé.