Sport

Gæti hjálpað að falla úr Meistaradeildinni

Alex Ferguson vonar að minna leikjaálag verði til þess að hans menn verði ferskari í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni
Alex Ferguson vonar að minna leikjaálag verði til þess að hans menn verði ferskari í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni NordicPhotos/GettyImages

Alex Ferguson segir að sú staðreynd að Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni eftir áramótin, gæti átt eftir að hjálpa liðinu í deild og bikar heimafyrir. Það komi þó ekki í endanlega í ljós fyrr en úr því verður skorið hvað hin ensku liðin komast langt í keppninni.

"Það gæti hjálpað okkur að hafa fallið úr keppni í Meistaradeildinni, en við komumst ekki almennilega að því nema ensku liðin komist eitthvað áfram í keppninni. Stundum hjálpar það einfaldlega að spila marga leiki á stuttum tíma, eins og það hjálpaði okkur árið 1999. Það getur þó snúist upp í andhverfu sína og menn stundum er álagið bara of mikið á leikmenn," sagði Ferguson og bætti við að flestum þætti álagið í ensku úrvalsdeildinni einni alveg nóg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×