Chelsea leiðir í hálfleik

Chelsea hefur 1-0 forystu í hálfleik gegn Arsenal á Highbury. Það var Arjen Robben sem skoraði mark gestanna á 39. mínútu. Chelsea hefur verið heldur sterkari aðilinn í leiknum, en Thierry Henry átti þó stangarskot fyrir Arsenal, sem hefur einnig fengið mark dæmt af vegna vafasamrar rangstöðu.