Portsmouth hefur fengið pólska landsliðsframherjann Emmanuel Olisadebe til reynslu frá Pananthinaikos í Grikklandi, en hann lendir á Englandi á morgun. Harry Redknapp er að leitast við að styrkja sóknina hjá Portsmouth eftir að framherji hans Vincent Pericard meiddist um helgina og vonast til að Olisadebe geti fyllt skarð hans.
Hann hefur leikið í Grikklandi í fimm ár og er 27 ára gamall, en er fæddur í Nígeríu.