Mark Fish leggur skóna á hilluna

Suður-Afríski varnarmaðurinn Mark Fish hjá Charlton hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna aðeins 31 árs gamall vegna þrálátra hnémeiðsla. Fish byrjaði ferilinn í heimalandinu, en fór þaðan til Bandaríkjanna, Ítalíu og endaði svo ferilinn á Englandi. Hann á að baki 62 landsleiki fyrir þjóð sína.