Eins og fram kom í gærkvöldi er enska úrvalsdeildarliðið Tottenham við það að ganga frá kaupum á unga landsliðsmanninum Ron Vlaar, sem kallaður hefur verið hinn nýji Jaap Stam. Mörg lið höfðu verið á höttunum eftir landsliðsmanninum unga, en hann var nýverið settur í leikbann hjá AZ Alkmaar vegna ummæla sinna í kjölfar þess honum þótti félagið hafa hindrað að Ajax keypti hann til sín.
Vlaar getur ekki gengið í raðir Tottenham fyrr en eftir áramótin, en talið er að leikmaðurinn eigi aðeins eftir að ganga frá smáatriðum í samningum við enska liðið, sem fær hann tiltölulega ódýrt því hann á lítið eftir af samningi sínum við hollenska liðið.