Nú hefur þurft að fresta leik Newcastle og Charlton í ensku úrvalsdeildinni vegna lélegra vallarskilyrða. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea gegn Manchester City, en þar ber til tíðinda að Frank Lampard getur ekki leikið vegna flensu. Lampard hafði spilað 164 leiki í röð án þess að missa úr leik.
Þremur leikjum hefur því verið frestað vegna kulda og lélegra vallaraðstæðna. Leik Newcastle og Charlton, Blackburn og Sunderland og svo leik Bolton og Middlesbrough.
Fimm leikir eru þegar hafnir, en tveir leikir hefjast nú klukkan átta.