Fjöldi athugasemda hafa borist forkálfum ensku úrvalsdeildarinnar í kjölfar þess að fresta þurfti fjölda leikja í gær vegna veðurs og slæmra vallarskilyrða. Margir vilja meina að skipulag hafi verið mjög lélegt og voru stuðningsmenn liðanna sem ferðuðust hvað lengst á leikina og fóru fýluferð sumir hverjir æfir yfir frestun leikjanna.
Forráðamenn deildarkeppninnar viðurkenna að vissulega geti það átt sér stað að veður séu válynd en segja þó að vetrarhlé í ensku deildinni væri ekki endlega til þess að leysa vandann. Öll lið í deildinni séu með hitabúnað á völlum sínum, en hann geti bilað rétt eins og annað.