Leikskólakennarar í Kraganum krefjast launaleiðréttingar 29. desember 2005 22:13 MYND/GVA Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Mikil óánægja hefur verið meðal leikskólakennara í Reykjavík með launakjör sín eftir að ófaglærðir starfsmenn innan Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þessi óánægja nær út fyrir borgarmörkin því í dag funduðu trúnaðarmenn leikskólakennara í sveitarfélögum í kringum Reykjavík, í Kraganum svokallaða, og samþykktu harðorða ályktun. Þar er skorað á sveitarfélög að sjá til þess að laun leikskólakennara verði leiðrétt hið fyrsta. Björk Óttarsdóttir, formaður svæðadeildar Félags leikskólakennara í Kraganum, segir tilfinningarnar blendnar til hinna nýju samningar. Leikskólakennarar séu ánægðir með að loks sé viðurkennt að borga þurfi góð laun fyrir störf á leikskólum en Björk segir leikskólakennara óánægða með að sveitarfélögin vilji ekki ræða við þá og sinni málinu ekki eins mikið og leikskólakennarar vildu. Ellefu kennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi skiluðu í dag inn uppsagnarbréfum til bæjarins og má það rekja til ánægju þeirra með kjör sín. Hrafnhildur Sigurðardóttur, leikskólafulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ, segir staðið hafi yfir viðræður milli bæjaryfirvalda og leikskólakennarana um að þeim verði umbunað sérstaklega vegna þess mikla álags sem verið hefur á leikskólum bæjarins í haust vegna manneklu. Bæjaryfirvöld hyggist finna lausn á málinu skjótt og vonast Hrafnhildur til að uppsagnirnar verði dregnar til baka, en leikskólakennararnir sem sögðu upp hyggjast funda á morgun vegna málsins. Þá fer einnig fram annar fundur, á milli borgarstjóra og forsvarsmanna Félags leikskólakennara, en Björk reiknar með að niðurstaða þess fundar hafi mikil áhrif á framhaldið. Leikskólakennarar í Reykjavík horfi til fundarins en einnig kennarar í sveitarfélögunum í kring því þetta sé eitt vinnusvæði. Hún vonist til þess að það fari að gerast eitthvað í málunum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Mikil óánægja hefur verið meðal leikskólakennara í Reykjavík með launakjör sín eftir að ófaglærðir starfsmenn innan Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þessi óánægja nær út fyrir borgarmörkin því í dag funduðu trúnaðarmenn leikskólakennara í sveitarfélögum í kringum Reykjavík, í Kraganum svokallaða, og samþykktu harðorða ályktun. Þar er skorað á sveitarfélög að sjá til þess að laun leikskólakennara verði leiðrétt hið fyrsta. Björk Óttarsdóttir, formaður svæðadeildar Félags leikskólakennara í Kraganum, segir tilfinningarnar blendnar til hinna nýju samningar. Leikskólakennarar séu ánægðir með að loks sé viðurkennt að borga þurfi góð laun fyrir störf á leikskólum en Björk segir leikskólakennara óánægða með að sveitarfélögin vilji ekki ræða við þá og sinni málinu ekki eins mikið og leikskólakennarar vildu. Ellefu kennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi skiluðu í dag inn uppsagnarbréfum til bæjarins og má það rekja til ánægju þeirra með kjör sín. Hrafnhildur Sigurðardóttur, leikskólafulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ, segir staðið hafi yfir viðræður milli bæjaryfirvalda og leikskólakennarana um að þeim verði umbunað sérstaklega vegna þess mikla álags sem verið hefur á leikskólum bæjarins í haust vegna manneklu. Bæjaryfirvöld hyggist finna lausn á málinu skjótt og vonast Hrafnhildur til að uppsagnirnar verði dregnar til baka, en leikskólakennararnir sem sögðu upp hyggjast funda á morgun vegna málsins. Þá fer einnig fram annar fundur, á milli borgarstjóra og forsvarsmanna Félags leikskólakennara, en Björk reiknar með að niðurstaða þess fundar hafi mikil áhrif á framhaldið. Leikskólakennarar í Reykjavík horfi til fundarins en einnig kennarar í sveitarfélögunum í kring því þetta sé eitt vinnusvæði. Hún vonist til þess að það fari að gerast eitthvað í málunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira