Viðskipti innlent

Áfram hækkar Íslandsbanki

Bjarni Ármannsson. Hlutabréf í Íslandsbanka hafa hækkað eftir að tilkynnt var um kauprétt lykilstjórnenda.
Bjarni Ármannsson. Hlutabréf í Íslandsbanka hafa hækkað eftir að tilkynnt var um kauprétt lykilstjórnenda.

Hlutabréf í Íslandsbanka hækkuðu um 2,5 prósent í byrjun viðskiptadags í gær eftir að greint var frá því að nokkrir lykilstjórnendur í Íslandsbanka hefðu gert kaupréttarsamninga við bankann til þriggja ára. Í lok dags höfðu bréf bankans hækkað um rúm tvö prósent.

Framkvæmdastjórarnir Finnur Reyr Stefánsson, Haukur Oddsson, Jón Diðrik Jónsson, Tómas Kristjánsson og Frank Ove-Reite hafa fengið kauprétt að tíu milljónum hluta á genginu 19,34. Nýti þessir einstaklingar réttinn verður kaupverðið um 193 milljónir króna.

Fyrir nokkrum dögum var til­kynnt um kaup Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslandsbanka, á hlutabréfum fyrir 930 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×