Viðskipti innlent

Segir bankana standa vel

Greiningardeild hollenska bankans ABN Amro segir fjármögnun íslensku bankanna trausta og greiðslugetu næga.

Í nýju áliti fjallar deildin sérstaklega um Kaupþing banka og kemur fram að bankinn þurfi ekki að leita frekar inn á skuldabréfamarkað í Evrópu í ár til að fjármagna starfsemi sína. Lokið hafi verið við að fjármagna 900 milljónir af 1,3 milljarða evra endurfjármögnunarþörf ársins.

Deildin mælir þó með álagi á skuldabréf bankanna sem nemur 35 punktum fyrir Glitni, 45 punktum fyrir Landsbanka og 50 punktum fyrir Kaupþing banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×