Viðskipti innlent

Moodys staðfestir mat sitt

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moodys Investors Service birti uppfært álit fyrirtækisins á lánshæfi Kaupþings banka.

Fyrir helgi staðfesti fyrirtækið lánshæfiseinkunnir Kaupþings banka, en þær eru líkt og áður A1 til langs tíma og P-1 til skamms tíma. Moodys segir horfur stöðugar í lánshæfismatinu. Bankinn er sagður hafa góða eignastjórn og getu til að auka fjárfestingarbankastarfsemi, um leið og hann haldi styrkri áhættustýringu.

Kaupþing banki hefur haldið sömu einkunn á lánshæfi, bæði til lengri og skemmri tíma, síðan í nóvember 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×