Danske Bank spáir kreppu hér á árinu 22. mars 2006 00:01 Frá Kaupmannahöfn. Í skýrslu sem Danske bank sendi frá sér í gær segir að íslenskir bankar standi frammi fyrir fjárhagslegum mótbyr og brást sendiráð Íslands við með því að senda út fréttatilkynningu þar sem áréttuð er styrk staða þeirra og lánshæfismat. Danske bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efnahagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. "Við skoðum vísbendingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001," segir í skýrslunni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankana segja Danske bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningardeildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í samhengi við verga landsframleiðslu. "Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svakalegar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar liggur að baki," segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér fréttatilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske bank skýrslu eða álit. "Plaggið er óvenjulega stóryrt," segir hann og bendir á að höfundar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. "Og þeir sýnast rísa undir þeirri fullyrðingu." Ólafur segir bankann taka augljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efnahagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunarstig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. "Einnig vekur athygli að den Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors's hefur nýlega staðfest lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody's og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana." Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Danske bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efnahagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. "Við skoðum vísbendingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001," segir í skýrslunni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankana segja Danske bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningardeildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í samhengi við verga landsframleiðslu. "Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svakalegar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar liggur að baki," segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér fréttatilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske bank skýrslu eða álit. "Plaggið er óvenjulega stóryrt," segir hann og bendir á að höfundar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. "Og þeir sýnast rísa undir þeirri fullyrðingu." Ólafur segir bankann taka augljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efnahagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunarstig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. "Einnig vekur athygli að den Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors's hefur nýlega staðfest lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody's og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana."
Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira