Síminn undirbýr útrás 24. mars 2006 00:01 Síminn skoðar útrásartækifæri. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða króna ef tækifæri gerast. Lýður Guðmundsson vill að hugað verði að nýjum sæstreng. Síminn hefur til skoðunar fjölmörg tækifæri erlendis til ytri vaxtar. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn. Á þessu stigi er ekki unnt að segja annað en að við munum vanda valið vel og gefa okkur þann tíma sem þarf. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða að nafnverði, sem myndi nýtast til nýrra verkefna. Félagið ætlar að opna söluskrifstofu í Lundúnum í maí til þess að fylgja eftir útrás íslenskra viðskiptavina. Gríðarlegar breytingar urðu á eignarhaldi og efnahag Símans á síðasta ári. Ríkið seldi 98,8 prósenta hlut sinn til Skipta, sem að standa Exista, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar, fyrir 66,7 milljarða króna. Í desember síðastliðnum sameinuðust Síminn, Skipti og Íslenska sjónvarpsfélagið og var hlutafé Símans aukið úr sjö milljörðum króna í tæpan 31 milljarð. Eignir félagsins voru í 83 milljörðum í árslok samanborið við 29 milljarða árið áður og stafar hækkunin að mestu af óefnislegum eignum sem urðu til við sameininguna. Eigið fé stóð í 32,8 milljörðum í árslok. Síminn skilaði 4.032 milljóna hagnaði í fyrra og hækkaði um tæpan einn milljarð á milli ára. Lýður er fylgjandi því að hugað verði að nýjum sæstreng en arðsemissjónarmið verða að ríkja um þá framkvæmd. Tvöföld varaleið er nauðsynleg í fyllingu tímans en þá þurfa hugsanlega fleiri að taka ábyrgð á því en eingöngu fjarskiptafyrirtækin og íslenska ríkið. Hann telur að þau fyrirtæki sem eiga allt sig undir góðum samböndum við útlönd gætu einnig komið að verkefninu. Aðalfundurinn var haldinn í ljósi þeirra tíðinda að samkeppnisaðilinn Dagsbrún hafði eignast yfir helming hlutafjár í Kögun en Síminn var stærsti hluthafinn. Stjórnarformaðurinn greindi frá því að öll viðskipti Símans við Kögun yrðu tekin til endurskoðunar en mikil og gagnkvæm viðskipti hafa verið með félögunum í gegnum árin. Nýja stjórn Símans skipa þau Erlendur Hjaltason, Lýður Guðmundsson, Panikos Katsouris, Rannveig Rist og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Heimilt er að fjölgja stjórnarmönnum í sjö. Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Síminn hefur til skoðunar fjölmörg tækifæri erlendis til ytri vaxtar. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn. Á þessu stigi er ekki unnt að segja annað en að við munum vanda valið vel og gefa okkur þann tíma sem þarf. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða að nafnverði, sem myndi nýtast til nýrra verkefna. Félagið ætlar að opna söluskrifstofu í Lundúnum í maí til þess að fylgja eftir útrás íslenskra viðskiptavina. Gríðarlegar breytingar urðu á eignarhaldi og efnahag Símans á síðasta ári. Ríkið seldi 98,8 prósenta hlut sinn til Skipta, sem að standa Exista, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar, fyrir 66,7 milljarða króna. Í desember síðastliðnum sameinuðust Síminn, Skipti og Íslenska sjónvarpsfélagið og var hlutafé Símans aukið úr sjö milljörðum króna í tæpan 31 milljarð. Eignir félagsins voru í 83 milljörðum í árslok samanborið við 29 milljarða árið áður og stafar hækkunin að mestu af óefnislegum eignum sem urðu til við sameininguna. Eigið fé stóð í 32,8 milljörðum í árslok. Síminn skilaði 4.032 milljóna hagnaði í fyrra og hækkaði um tæpan einn milljarð á milli ára. Lýður er fylgjandi því að hugað verði að nýjum sæstreng en arðsemissjónarmið verða að ríkja um þá framkvæmd. Tvöföld varaleið er nauðsynleg í fyllingu tímans en þá þurfa hugsanlega fleiri að taka ábyrgð á því en eingöngu fjarskiptafyrirtækin og íslenska ríkið. Hann telur að þau fyrirtæki sem eiga allt sig undir góðum samböndum við útlönd gætu einnig komið að verkefninu. Aðalfundurinn var haldinn í ljósi þeirra tíðinda að samkeppnisaðilinn Dagsbrún hafði eignast yfir helming hlutafjár í Kögun en Síminn var stærsti hluthafinn. Stjórnarformaðurinn greindi frá því að öll viðskipti Símans við Kögun yrðu tekin til endurskoðunar en mikil og gagnkvæm viðskipti hafa verið með félögunum í gegnum árin. Nýja stjórn Símans skipa þau Erlendur Hjaltason, Lýður Guðmundsson, Panikos Katsouris, Rannveig Rist og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Heimilt er að fjölgja stjórnarmönnum í sjö.
Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira