Viðskipti innlent

Hagnaður Sorpu 54,7 milljónir

Rusli hent í sorpu. Hagnaður Sorpu hefur aukist á milli ára.
Rusli hent í sorpu. Hagnaður Sorpu hefur aukist á milli ára.

Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir árið á undan.

Í tilkynningu kemur fram að rekstrartekjur samlagsins námu 1.498,8 milljónum króna árið 2005 samanborið við 1.341,9 milljónir króna árið 2004. Það er 11,7 prósenta hækkun á milli ára. Rekstrargjöld, án afskrifta og fjármagnsliða voru 1.332,7 milljónir króna samanborið við 1.193,6 milljónir króna 2004 og er hækkunin 11,6 prósent.

Heildareignir Sorpu b.s. í árslok námu 1.585 milljónum króna og voru heildarskuldir 665 milljónir. Eigið fé var 920 milljónir króna og hafði það aukist um 58 milljónir frá upphafi árs eða um 6,7 prósent. Eiginfjárhlutfall var rúm 58 prósent en var í lok síðasta árs um 50,8 prósent.

Þá segir í tilkynningunni að handbært fé frá rekstri á síðasta ári hafi verið 172,4 milljónir króna en var 143,9 milljónir árið á undan. Veltufjárhlutfall í árslok 2005 var 1,01 og handbært fé nam 121,1 milljón króna. Fjárfestingarhreyfingar ársins námu 117 milljónum króna og fjármögnunarhreyfingar 228,7 milljónum króna.

Rekstur Sorpu b.s. á árinu 2005 var að mestu í samræmi við áætlanir samlagsins og er ekkert sem bendir til annars en að rekstur ársins 2006 verði í samræmi við áætlanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×