Hungrið í hámarki 18. apríl 2006 00:01 Þennan mann verður AC Milan að ná að stöðva til að komast í úrslitaleikinn. nordicphotos/getty images Fyrri leikur stórliðanna AC Milan og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu fer fram á Ítalíu í kvöld en leiksins er beðið af mikilli eftirvæntingu. Meiðsli eru í sóknarlínum beggja liða en Henrik Larsson fór meiddur af velli í leik Barcelona gegn Villareal í spænska boltanum á föstudag og getur ekki leikið í kvöld. Þá er argentínska undrabarnið Lionel Messi einnig meiddur og missir af báðum viðureignunum. Ronaldinho er hinsvegar klár í slaginn eftir að hafa verið hvíldur í tveimur síðustu leikjum og verður frammi með Samuel Eto"o. Hjá AC Milan er ólíklegt að Filippo Inzaghi geti leikið en hann hefur átt við veikindi að stríða. Leikurinn verður því líklega prófraun fyrir Alberto Gilardino sem mun verða við hlið Andriy Shevchenko í sókninni. Gilardino hefur enn ekki náð að skora í Evrópuleik fyrir Milan síðan hann var keyptur síðasta sumar á átján milljónir punda frá Parma. "Ég hef frekar ungt lið sem er hungrað í að vinna þessa keppni og komast á spjöld sögunnar. Milan er hinsvegar reynslumikið lið, vel skipulagt og með frábæra vörn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur gegn þeim," segir Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona. Um helgina náði AC Milan að minnka forskot Juventus í ítölsku deildinni niður í fjögur stig en Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, segir að sínir menn séu með hugann algjörlega við leikinn gegn Barcelona. "Ég held að þetta verði stórskemmtilegt einvígi, ekki bara fyrir stuðningsmenn Milan heldur knattspyrnuáhugamenn um allan heim," sagði Berlusconi. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Fyrri leikur stórliðanna AC Milan og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu fer fram á Ítalíu í kvöld en leiksins er beðið af mikilli eftirvæntingu. Meiðsli eru í sóknarlínum beggja liða en Henrik Larsson fór meiddur af velli í leik Barcelona gegn Villareal í spænska boltanum á föstudag og getur ekki leikið í kvöld. Þá er argentínska undrabarnið Lionel Messi einnig meiddur og missir af báðum viðureignunum. Ronaldinho er hinsvegar klár í slaginn eftir að hafa verið hvíldur í tveimur síðustu leikjum og verður frammi með Samuel Eto"o. Hjá AC Milan er ólíklegt að Filippo Inzaghi geti leikið en hann hefur átt við veikindi að stríða. Leikurinn verður því líklega prófraun fyrir Alberto Gilardino sem mun verða við hlið Andriy Shevchenko í sókninni. Gilardino hefur enn ekki náð að skora í Evrópuleik fyrir Milan síðan hann var keyptur síðasta sumar á átján milljónir punda frá Parma. "Ég hef frekar ungt lið sem er hungrað í að vinna þessa keppni og komast á spjöld sögunnar. Milan er hinsvegar reynslumikið lið, vel skipulagt og með frábæra vörn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur gegn þeim," segir Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona. Um helgina náði AC Milan að minnka forskot Juventus í ítölsku deildinni niður í fjögur stig en Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, segir að sínir menn séu með hugann algjörlega við leikinn gegn Barcelona. "Ég held að þetta verði stórskemmtilegt einvígi, ekki bara fyrir stuðningsmenn Milan heldur knattspyrnuáhugamenn um allan heim," sagði Berlusconi.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira