Eigum við ekki bara að tala íslensku? 25. apríl 2006 14:15 Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala. "Ég hitti hann fyrst á hótelherberginu mínu. Hann gekk inn í herbergið og sagði hæ. Ég sagði á móti english, please. Hann gaf mér skrítinn svip og sagði síðan: Eigum við ekki bara að tala íslensku, vinur? Þetta var mjög sérstakt. Ég vissi ekkert hver þessi náungi var," segir Halldór, sem augljóslega hefur ekki gert mikið af því að horfa á leiki íslenska landsliðsins að undanförnu. "Við getum orðað það svo að mér finnst mun skemmtilegra að spila fótbolta en að horfa á hann. Ég vissi ekkert hvernig Grétar leit út," segir Halldór en hann og Grétar gátu hlegið að misskilningnum það sem eftir var dagsins. Halldór, sem er nýorðinn átján ára gamall, æfði með varaliði AZ í viku og lék einn leik með U-19 ára liði félagsins. "Ég held að mér hafi gengið bara nokkuð vel og ég get vel hugsað mér að fara til þessa liðs. Þeir hafa sagt mér að þeir hafi verið ánægðir með mig en að það vanti nokkuð upp á grunntæknina. Þeir ætla að fylgjast með mér í U-19 ára landsliðinu og ef vel gengur þar getur allt gerst," sagði Halldór að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Varnarmaðurinn ungi hjá Leikni, Halldór Kristinn Halldórsson, er kominn aftur til landsins eftir að hafa dvalið í vikutíma á reynslu hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Eins og kunnugt er spilar landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson með liði AZ og segist Halldór hafa verið kunnugt um það áður en hann hélt utan. Það er þó ekki í frásögum færandi nema að þegar þeir hittust í fyrsta sinn í Hollandi hafði Halldór ekki hugmynd um við hvern hann var að tala. "Ég hitti hann fyrst á hótelherberginu mínu. Hann gekk inn í herbergið og sagði hæ. Ég sagði á móti english, please. Hann gaf mér skrítinn svip og sagði síðan: Eigum við ekki bara að tala íslensku, vinur? Þetta var mjög sérstakt. Ég vissi ekkert hver þessi náungi var," segir Halldór, sem augljóslega hefur ekki gert mikið af því að horfa á leiki íslenska landsliðsins að undanförnu. "Við getum orðað það svo að mér finnst mun skemmtilegra að spila fótbolta en að horfa á hann. Ég vissi ekkert hvernig Grétar leit út," segir Halldór en hann og Grétar gátu hlegið að misskilningnum það sem eftir var dagsins. Halldór, sem er nýorðinn átján ára gamall, æfði með varaliði AZ í viku og lék einn leik með U-19 ára liði félagsins. "Ég held að mér hafi gengið bara nokkuð vel og ég get vel hugsað mér að fara til þessa liðs. Þeir hafa sagt mér að þeir hafi verið ánægðir með mig en að það vanti nokkuð upp á grunntæknina. Þeir ætla að fylgjast með mér í U-19 ára landsliðinu og ef vel gengur þar getur allt gerst," sagði Halldór að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira