Skussarnir verðlaunaðir 25. apríl 2006 14:15 ósætti Innan þessara veggja í ÍR-heimilinu verður eflaust hart tekist á um hvað gera skuli við milljórnir þrjátíu sem fást fyrir leigu Hengilssvæðisins. fréttablaðið/pjetur Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun. Skíðadeild ÍR er búin að leigja Orkuveitunni skíðasvæðið sitt, Hengilssvæðið, og hefur einnig gefið leyfi á að svæðinu verði breytt í malarnámu. Mun deildin því flytja rekstur sinn yfir í Bláfjöll. Alls hagnast félagið á þessum aðgerðum um 30 milljónirr króna en ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig eyða eigi peningunum. Aðalstjórn félagsins mælir með því að milljónunum verði skipt upp á eftirfarandi hátt: Skíðadeildin fær rúmar 6 milljónir í rekstrarfé. Síðan mælist aðalstjórnin til þess að frjálsíþróttadeildin fái 2,7 milljónir króna sem notaðar verði til að greiða upp lán. Sama á við um fótboltann og körfuboltann sem fá 6 milljónir króna hvort til að greiða upp lán en handknattleiksdeildin fær eina milljón til að greiða upp það litla sem deildin skuldar. Síðustu 8 milljónirnar fara síðan í sjóð sem verður í umsjá aðalstjórnar. Þess utan mælist aðalstjórnin til þess að 11,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar verði afskrifuð, sem og 1,2 milljón króna skuld knattspyrnudeildarinnar við aðalstjórn. Með öðrum orðum þurrkast út 17,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar á einu bretti og knattspyrnudeildin verður laus við 7,2 milljóna króna skuld. Þessi tillaga hefur farið mjög illa í forkólfa handknattleiksdeildar ÍR, sem segja aðalstjórnina vera að senda út röng skilaboð. "Það er einfaldlega verið að verðlauna skussana og þau skilaboð send út að engu skipti hversu óábyrgur rekstur þeirra sé. Það verði alltaf hreinsað upp eftir þá. Við sem höfum verið að reka okkar deild skynsamlega fáum síðan ekkert fyrir okkar snúð þegar loksins kemur peningur en við hefðum svo sannarlega getað nýtt eitthvað af þessum peningum sem karfan og fótboltinn er að fá þegar við misstum allt okkar lið fyrir ári síðan. Þrátt fyrir missinn héldum við rekstrinum í réttu formi og fórum ekki að eyða peningum sem við eigum ekki," sagði Hólmgeir Einarsson, sem staðið hefur í stafni handknattleiksdeildarinnar til margra ára en er að draga sig út af heilsufarsástæðum. Hann tók sig til á sínum tíma og hreinsaði upp skuldir handknattleiksdeildar með hjálp góðra manna á sínum tíma og hefur æ síðan rekið deildina án þess að stofna til skulda. Sjáðu síðan hvernig deildirnar bregðast við þegar þær sjá að það er verið að fara að draga þær upp úr skuldafeninu. Körfuknattleiksdeildin semur við dýrasta þjálfara landsins og svo er spurning hvort honum fylgi ekki dýrir leikmenn. Knattspyrnudeildin tilkynnir síðan að kvennaliðið ætli að flytja inn þrjá erlenda leikmenn og auglýsir eftir húsnæði. Með öðrum orðum virðast þessar deildir ætla að fara beint í sama farið og stofna aftur til skulda, sagði Hólmgeir þungur á brún en hann hefur ekki gefið upp alla von um að þessari tillögu verði breytt. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun. Skíðadeild ÍR er búin að leigja Orkuveitunni skíðasvæðið sitt, Hengilssvæðið, og hefur einnig gefið leyfi á að svæðinu verði breytt í malarnámu. Mun deildin því flytja rekstur sinn yfir í Bláfjöll. Alls hagnast félagið á þessum aðgerðum um 30 milljónirr króna en ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig eyða eigi peningunum. Aðalstjórn félagsins mælir með því að milljónunum verði skipt upp á eftirfarandi hátt: Skíðadeildin fær rúmar 6 milljónir í rekstrarfé. Síðan mælist aðalstjórnin til þess að frjálsíþróttadeildin fái 2,7 milljónir króna sem notaðar verði til að greiða upp lán. Sama á við um fótboltann og körfuboltann sem fá 6 milljónir króna hvort til að greiða upp lán en handknattleiksdeildin fær eina milljón til að greiða upp það litla sem deildin skuldar. Síðustu 8 milljónirnar fara síðan í sjóð sem verður í umsjá aðalstjórnar. Þess utan mælist aðalstjórnin til þess að 11,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar verði afskrifuð, sem og 1,2 milljón króna skuld knattspyrnudeildarinnar við aðalstjórn. Með öðrum orðum þurrkast út 17,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar á einu bretti og knattspyrnudeildin verður laus við 7,2 milljóna króna skuld. Þessi tillaga hefur farið mjög illa í forkólfa handknattleiksdeildar ÍR, sem segja aðalstjórnina vera að senda út röng skilaboð. "Það er einfaldlega verið að verðlauna skussana og þau skilaboð send út að engu skipti hversu óábyrgur rekstur þeirra sé. Það verði alltaf hreinsað upp eftir þá. Við sem höfum verið að reka okkar deild skynsamlega fáum síðan ekkert fyrir okkar snúð þegar loksins kemur peningur en við hefðum svo sannarlega getað nýtt eitthvað af þessum peningum sem karfan og fótboltinn er að fá þegar við misstum allt okkar lið fyrir ári síðan. Þrátt fyrir missinn héldum við rekstrinum í réttu formi og fórum ekki að eyða peningum sem við eigum ekki," sagði Hólmgeir Einarsson, sem staðið hefur í stafni handknattleiksdeildarinnar til margra ára en er að draga sig út af heilsufarsástæðum. Hann tók sig til á sínum tíma og hreinsaði upp skuldir handknattleiksdeildar með hjálp góðra manna á sínum tíma og hefur æ síðan rekið deildina án þess að stofna til skulda. Sjáðu síðan hvernig deildirnar bregðast við þegar þær sjá að það er verið að fara að draga þær upp úr skuldafeninu. Körfuknattleiksdeildin semur við dýrasta þjálfara landsins og svo er spurning hvort honum fylgi ekki dýrir leikmenn. Knattspyrnudeildin tilkynnir síðan að kvennaliðið ætli að flytja inn þrjá erlenda leikmenn og auglýsir eftir húsnæði. Með öðrum orðum virðast þessar deildir ætla að fara beint í sama farið og stofna aftur til skulda, sagði Hólmgeir þungur á brún en hann hefur ekki gefið upp alla von um að þessari tillögu verði breytt.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira