Viðskipti innlent

NIB tekur nýja stefnu

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) ætlar að leggja sérstaka áherslu á að efla samkeppnishæfi landa og fyrirtækja við Eystrasaltið auk þess að fjármagna umhverfisverkefni. Þetta er hluti af endurskipulagningu sem ráðist hefur verið í við bankann í tilefni af 30 ára afmæli hans á árinu.

Þannig segir í tilkynningu bankans að bankinn muni einbeita sér að verkefnum á sviði orkumála, flutninga og umhverfistækni.

Að auki ætlar bankinn svo að fjármagna verkefni í nágrannaríkjum aðildarlanda sinna, sérstaklega í Rússlandi og í Úkraínu og halda áfram að þróa áætlun um langtímalán til smærri og miðstærðar fyrirtækja. - óká





Fleiri fréttir

Sjá meira


×