Viðskipti innlent

Varði titilinn á golfmóti

Sigurvegari fær verðlaun Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, klæðir Sigtrygg Hilmarsson, sigurvegara á fyrirtækjagolfmóti Og Vodafone, í rauða jakkann, farandverðlaun mótsins.
Sigurvegari fær verðlaun Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, klæðir Sigtrygg Hilmarsson, sigurvegara á fyrirtækjagolfmóti Og Vodafone, í rauða jakkann, farandverðlaun mótsins.

Um hundrað manns tóku þátt í árlegu fyrirtækjagolfmóti Og Vodafone sem nýverið fór fram á Grafarholtsvelli.

Sigtryggur Hilmarsson, starfsmaður Vistor, var hlutskarpastur með 44 punkta, en hann vann mótið líka í fyrra og fær því áfram að klæðast rauðum jakka sem fellur sigurvegara mótsins í skaut. Auk þess að mega klæðast jakkanum vann Sigtryggur líka farsíma frá Nokia, fékk gjafakort frá 66°Norður og flug og miða á leik í átta liða úrslitum

heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Guðmundur Arason, framkvæmdastjóri Securitas, var svo með besta skorið á 75 höggum. Hann fékk GSM síma frá Nokia og gjafabréf frá 66°Norður.

Mótið þótti hið veglegasta og kváðust margir hlakka til að mæta á ný að ári. Fyrir mótið var boðið upp á golfkennslu, en hana önnuðust atvinnukylfingarnir, Ólöf María Jónsdóttir og Úlfar Jónsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×