Fer að láni til Real Zaragoza

Argentínski miðjumaðurinn Andres D'Alessandro hefur verið lánaður til spænska úrvalsdeildarliðsins Real Zaragoza í eitt ár. D'Alessandro lék með Portsmouth á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig mjög vel en enska félagið hafði vonast til þess að halda kappanum. Það tókst ekki og hann er farinn til Spánar en það er þýska félagið Wolfsburg sem á Argentínumanninn.