Íslenski hópurinn er einstaklega samheldinn 18. júní 2006 11:30 stelpurnar fagna Stelpurnar í íslenska landsliðinu fagna hér marki og spurning er hvort þær fagni ekki aftur á Laugardalsvellinum í dag þegar Portúgal kemur í heimsókn. MYND/stefán Við erum búnar að eiga alveg frábærar æfingar og hópurinn er einstaklega samheldinn, sagði Þóra B. Helgadóttir, markvörður og fyrirliði íslenska liðsins. Hún mun bera fyrirliðabandið í fjarveru Ásthildar systur sinnar en hún er í leikbanni. Við eigum eftir að sakna hennar og náttúrulega svekkjandi að hún fái ekki að vera með í hundraðasta leiknum enda hefur hún spilað eitthvað um 65% af þessum leikjum. En maður kemur í manns stað og þetta getur alltaf komið upp. En skarðið er óneitanlega stórt. Öllum landsliðskonum Íslands frá upphafi var boðið á leikinn og munu þær hittast í sérstakri móttöku fyrir leikinn. Þá hyggst hópurinn sem spilar leikinn í dag hittast í kvöld. Það er fullt af breytingum á liðinu enda höfum við verið aðeins á hælunum í síðustu leikjum. Okkur langar virkilega að rífa okkur upp og það er ekki betri leið til þess en að fá nýtt blóð í þetta. Við höfum mjög góða tilfinningu fyrir þessu, sagði Þóra. Við vitum að þær portúgölsku eru nokkuð léttleikandi en hafa ekki riðiðfeitum hesti frá þessari undankeppni enn sem komið er. Við getum ekki farið með kæruleysi í nokkurn leik enda er Portúgal sýnd veiði en ekki gefin, sagði Þóra en leikurinn er liður í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2007. Portúgal er án stiga í riðlinum en íslenska liðið er með sjö stig í þriðja sætinu eftir að hafa leikið fjóra leiki. Leikurinn verður fjórði A-landsleikur kvenna á milli þjóðanna. Fyrstu þrír leikirnir hafa allir farið fram í Portúgal og því í fyrsta sinn er þjóðirnar mætast á Íslandi. Íslenska liðið hefur enn ekki náð að sigra Portúgal og gæti því náð sögulegum árangri í dag. 15. júní 1995 mættust þjóðirnar fyrst en það var í vináttulandsleik sem fram fór ytra. Heimamenn knúðu fram sigur með tvemur mörkum gegn einu en Guðrún Sæmundsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum. Íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Sjá meira
Við erum búnar að eiga alveg frábærar æfingar og hópurinn er einstaklega samheldinn, sagði Þóra B. Helgadóttir, markvörður og fyrirliði íslenska liðsins. Hún mun bera fyrirliðabandið í fjarveru Ásthildar systur sinnar en hún er í leikbanni. Við eigum eftir að sakna hennar og náttúrulega svekkjandi að hún fái ekki að vera með í hundraðasta leiknum enda hefur hún spilað eitthvað um 65% af þessum leikjum. En maður kemur í manns stað og þetta getur alltaf komið upp. En skarðið er óneitanlega stórt. Öllum landsliðskonum Íslands frá upphafi var boðið á leikinn og munu þær hittast í sérstakri móttöku fyrir leikinn. Þá hyggst hópurinn sem spilar leikinn í dag hittast í kvöld. Það er fullt af breytingum á liðinu enda höfum við verið aðeins á hælunum í síðustu leikjum. Okkur langar virkilega að rífa okkur upp og það er ekki betri leið til þess en að fá nýtt blóð í þetta. Við höfum mjög góða tilfinningu fyrir þessu, sagði Þóra. Við vitum að þær portúgölsku eru nokkuð léttleikandi en hafa ekki riðiðfeitum hesti frá þessari undankeppni enn sem komið er. Við getum ekki farið með kæruleysi í nokkurn leik enda er Portúgal sýnd veiði en ekki gefin, sagði Þóra en leikurinn er liður í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2007. Portúgal er án stiga í riðlinum en íslenska liðið er með sjö stig í þriðja sætinu eftir að hafa leikið fjóra leiki. Leikurinn verður fjórði A-landsleikur kvenna á milli þjóðanna. Fyrstu þrír leikirnir hafa allir farið fram í Portúgal og því í fyrsta sinn er þjóðirnar mætast á Íslandi. Íslenska liðið hefur enn ekki náð að sigra Portúgal og gæti því náð sögulegum árangri í dag. 15. júní 1995 mættust þjóðirnar fyrst en það var í vináttulandsleik sem fram fór ytra. Heimamenn knúðu fram sigur með tvemur mörkum gegn einu en Guðrún Sæmundsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum.
Íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Sjá meira