Viðskipti innlent

Boltinn til Mið-Ameríku

Frá HM 2006 Mexíkóar voru sérlega áhugasamir um myndsendingar Hexia af mörkum á HM.
Frá HM 2006 Mexíkóar voru sérlega áhugasamir um myndsendingar Hexia af mörkum á HM. Mynd/AFP

Það hefur verið nóg að gera hjá efnisveitunni Hexia í tengslum við HM í knattspyrnu í Þýskalandi en fyrirtækið sendir myndskeið af mörkum í HM til farsímanotenda í Mið-Ameríku fimm mínútum eftir að boltinn lendir í netinu.

Helga Waage, tækniþróunarstjóri Hexia, segir að venjulega sé mest að gera hjá fyrirtækinu í tengslum við helgarleiki í ensku knattspyrnunni en líkir hamaganginum nú við að þrír leikir séu haldnir í ensku úrvalsdeildinni á hverjum degi.

Helga segir Mexíkóa hafa sýnt myndsendingunum sérstakan áhuga enda hafi þjóðin ætlað að landa heimsmeistaratitlinum. Þær vonir runnu út í sandinn eftir að Argentínumenn sendu Mexíkóa heim eftir 2-1 sigur á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×