Viðskipti innlent

Prenta bæði Newsweek og Time

Einn af bílum prentsmiðjunnar Vikuritin Time og Newsweek eru prentuð í prentsmiðju Wyndeham Press Group, sem er í eigu Dagsbrúnar.
Einn af bílum prentsmiðjunnar Vikuritin Time og Newsweek eru prentuð í prentsmiðju Wyndeham Press Group, sem er í eigu Dagsbrúnar.

Breska prentsmiðjan Wyndeham Press Group, sem er í eigu Dagsbrúnar, hefur gengið frá samningum um prentun á tímaritunum Time og Newsweek fyrir Bretlandsmarkað næstu þrjú árin. Wyndeham mun vikulega prenta 195.000 eintök af blöðunum, 142.000 eintök af Time og 53.000 eintök af Newsweek.

Í tilkynningu frá Dagsbrún segir að prentunin muni fara fram í Heron prentsmiðju Wyndeham í Maldon í Essex. Tímaritin eru send frá prentsmiðjunni klukkan 11 á sunnudagskvöldi í viku hverri og verða í hillum verslana víðs vegar um Bretland á mánudagsmorgni.

Dagsbrún keypti Wyndeham Press Group, sem er þriðja stærsta prentfyrirtæki Bretlands, í mars síðastliðnum og hafa bresk samkeppnisyfirvöld samþykkt yfirtökuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×