Ósætti um Alfreð í nýju Blóðbankahúsi 12. júlí 2006 06:30 Landspítalinn Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að sér hafi verið tjáð að Landspítalinn hafi tekið allt húsið á leigu en síðan framleigt hluta efstu hæðarinnar til framkvæmdanefndarinnar. Við undirbúning viðbyggingar við Blóðbankann, sem síðan var hætt við, var gerð ítarleg þarfagreining þar sem kom fram að Blóðbankinn þyrfti 1600 fermetra fyrir starfsemi sína, en hann er nú í 650 fermetra húsnæði. Nýja húsnæðið er 1350 fermetrar sem Sveinn segir að myndi duga fyrir starf þeirra. „Það er löngu búið að sýna fram á það að við uppfyllum engin skilyrði sem þarf til að reka blóðbanka. Þegar samningur var gerður við leigusala hússins gerðum við ráð fyrir að litið yrði til þessarar þarfagreiningar og við fengjum þá allt húsið,“ segir Sveinn. „Við höfum bent á það að framkvæmdanefndin þurfi ekki húsnæði með þessa staðsetningu og af þessu tagi. Efsta hæð hússins er okkur mjög dýrmæt því hún er í nágrenni við okkar mikilvægu starfsemi og það væri slæmt að fara af stað með svona mál og missa lausnina út úr höndunum með því að sjá blóðbankanum fyrir ónógu húsnæði.“ Alfreð Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefndarinnar segir nefndina einungis taka 150 til 200 fermetra á leigu með stækkunarmöguleikum. Hann segir að mikilvægt sé að húsið sé nálægt spítalanum. Undir það tekur Davíð Á. Gunnarsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. „Nefndin vinnur náið með starfsfólki spítalans. Blóðbankinn fer í nýja spítalann þegar hann er tilbúinn og það er varla hægt að ætlast til þess að öll markmið sem eiga að nást þá verði uppfyllt strax. Það eru margar aðrar deildir sem einnig eru í of litlu húsnæði,“ segir Davíð. Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Landspítalinn Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að sér hafi verið tjáð að Landspítalinn hafi tekið allt húsið á leigu en síðan framleigt hluta efstu hæðarinnar til framkvæmdanefndarinnar. Við undirbúning viðbyggingar við Blóðbankann, sem síðan var hætt við, var gerð ítarleg þarfagreining þar sem kom fram að Blóðbankinn þyrfti 1600 fermetra fyrir starfsemi sína, en hann er nú í 650 fermetra húsnæði. Nýja húsnæðið er 1350 fermetrar sem Sveinn segir að myndi duga fyrir starf þeirra. „Það er löngu búið að sýna fram á það að við uppfyllum engin skilyrði sem þarf til að reka blóðbanka. Þegar samningur var gerður við leigusala hússins gerðum við ráð fyrir að litið yrði til þessarar þarfagreiningar og við fengjum þá allt húsið,“ segir Sveinn. „Við höfum bent á það að framkvæmdanefndin þurfi ekki húsnæði með þessa staðsetningu og af þessu tagi. Efsta hæð hússins er okkur mjög dýrmæt því hún er í nágrenni við okkar mikilvægu starfsemi og það væri slæmt að fara af stað með svona mál og missa lausnina út úr höndunum með því að sjá blóðbankanum fyrir ónógu húsnæði.“ Alfreð Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefndarinnar segir nefndina einungis taka 150 til 200 fermetra á leigu með stækkunarmöguleikum. Hann segir að mikilvægt sé að húsið sé nálægt spítalanum. Undir það tekur Davíð Á. Gunnarsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. „Nefndin vinnur náið með starfsfólki spítalans. Blóðbankinn fer í nýja spítalann þegar hann er tilbúinn og það er varla hægt að ætlast til þess að öll markmið sem eiga að nást þá verði uppfyllt strax. Það eru margar aðrar deildir sem einnig eru í of litlu húsnæði,“ segir Davíð.
Innlent Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira