Nýr framhaldsskóli í mótun 12. júlí 2006 07:00 Nýtt upphaf Hefðbundnu bóknámi hefur lengi verið gert hátt undir höfði samanborið við iðn- og starfsnám. Fjölbreyttari námsleiðir munu gefa einstaklingnum aukin tækifæri til að leita náms eftir áhugasviði. MYND/Teitur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði í janúar síðastliðnum nefnd til að kanna hvernig efla mætti starfsnám til að stuðla að aukinni aðsókn að slíku námi og bæta tengsl starfsnáms á framhaldsskólastigi við grunnskóla- og háskólastig. Tillögur þessarar starfsnámsnefndar, eins og hún var nefnd, liggja nú fyrir og eru metnaðarfullar, jafnvel byltingarkenndar. Framhaldsskólinn á Íslandi er skiptur á milli bóknámsskóla og starfsnámsskóla. Þessi skipting kemur fram í lögum um framhaldsskóla og er arfur frá þeim tíma þegar greint var á milli menntaskóla annars vegar og iðnskóla hins vegar. Á fyrri hluta 20. aldar féllu iðnskólar ekki undir verkefnasvið menntamálaráðuneytis, heldur iðnaðarmála- eða atvinnumálaráðuneyta. Í nokkurn tíma hefur starfsnám átt undir högg að sækja gagnvart bóknámi í áfangakerfisskólum.Einn skóliTónlistarnám Ekki mun skipta máli í hverju styrkur nemenda felst. Allt nám verður metið á nýjan hátt sem veitir einstaklingnum tækifæri til að láta ljós sitt skína.Starfsnámsnefnd leggur til að heildarskipulagi framhaldsskólans verði breytt þannig að um einn skóla sé að ræða hvað varðar skipulag og framkvæmd. Til þess að slíkt sé mögulegt verði hverjum og einum skóla veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í takt við þarfir og kröfur nemenda sem varða næsta skólastig. Þannig geti nemandinn búið sig sem best undir það nám sem tekur við. Þetta er eitt meginmarkmið tillagnanna að námið sé miðað við það skólastig eða þá atvinnu sem nemandinn ætlar sér að stunda að loknu tilteknu skólastigi (viðtökumiðað nám). Viðurkennt er að framhaldsskólar eiga í erfiðleikum með að sinna þörfum þess breiða nemendahóps sem þar stundar nám. Nemendur finna ekki nám við hæfi, sinna því af litlum áhuga eða hætta. Með því að jafna stöðu bóknáms og starfsnáms er talið að framhaldsskólinn skili ungmennum betur undirbúnum til framhaldsnáms. Viðtökumiðað nám, og þá um leið einstaklingsmiðað nám, er líklegra til árangurs vegna þess að með fjölbreyttara námsframboði er líklegra að nemendur finni nám við hæfi, ljúki skilgreindu námi og fleiri finni leið til að snúa til baka eftir að hafa hætt í skóla á einhverjum tímapunkti. Námið í hinum nýja framhaldsskóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhaldsskóla og háskóla með tilliti til frekara náms eða með samstarfi framhaldsskóla og atvinnulífsins. Tengsl skólastigaJón B. Stefánsson Formaður nefndarinnar bindur miklar vonir við þær róttæku hugmyndir sem starfsnámsnefndin setur fram.fréttablaðið/hörðurNokkur hluti þeirra grunnskólanemenda sem hefja nám í framhaldsskóla er vanbúinn til þess og finnur ekki nám við hæfi. Til að bæta það telur nefndin að starfsnám verði eflt í efstu bekkjum grunnskóla til að koma til móts við mismunandi áhugasvið og þarfir nemenda. Einnig að náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum verði aukin að mun til að leiðbeina einstaklingum um námsval í framhaldsskóla og starfsval þegar út í atvinnulífið er komið. Náms- og starfsráðgjöf verði einnig stórlega efld á öllum skólastigum. Lykillinn að velgengni nýs framhaldsskóla er að mati nefndarinnar tengslin við þá sem taka við nemendum sem hann brautskráir. Tekið er til þess að tengslum háskóla og framhaldsskóla sé mjög ábótavant og tengsl við atvinnulífið og framhaldsskóla sé lengra komið með skipulagi starfsgreinaráða. Nýjum framhaldsskóla er ætlað að hafa frelsi og gert er ráð fyrir hraðri þróun viðtökumiðaðs náms. Því er lagt til að háskólar og framhaldsskólar taki upp formlegt samstarf. Hver framhaldsskóli hafi fullt frelsi til að þróa samstarf við þá háskóla sem hann kýs. Háskólar fái einnig tækifæri til að hafa áhrif á samsetningu náms í framhaldsskólunum með sambærilegum hætti og atvinnulífið hefur gert í gegnum starfsgreinaráðin með mótun starfsnáms. FagháskóliStarfsnámsnefndin leggur til að framhaldsskólum verði heimilt að setja á stofn eins til þriggja ára nám á fagháskólastigi. Fagháskólastigið á að vera sjálfstætt skólastig í framhaldi af framhaldsskólanum og með áherslu á þarfir atvinnulífsins. Námið verði opið öllum nemendum sem ljúka framhaldsskóla að uppfylltum skilyrðum. Meistaranám iðngreina og annað nám sem nú þegar er á þessu skólastigi verður hluti fagháskólastigsins. VinnustaðanámLögð er mikil áhersla á að vinnustaðanám verði skilvirkara og hagnist nemendum betur en verið hefur til þessa. Hugmyndin er því að fyrirkomulagi slíks náms verði breytt á þann hátt að það sé hluti aðalnámskrár. Ráðnir verða umsjónaraðilar sem geti verið frá atvinnulífinu eða skóla eftir því sem best þykir henta. Viðkomandi skóli er gerður ábyrgur á því að nemendur fái umsjón frá upphafi náms í skóla til loka starfsnáms á vinnustað og valin verði sérstök vinnustaðafyrirtæki sem starfa með skólanum við að gera slíkt nám sem best úr garði. Einnig verði stofnaður sjóður með þátttöku atvinnulífs og stjórnvalda til að jafna kostnað milli þeirra fyrirtækja sem annast vinnustaðanám og þeirra sem kjósa að gera það ekki. Kostnaður og framkvæmdTilfærslur milli námsleiða, aukin fjölbreytni og aukin sókn nýrra nemenda í starfsnám auk verulega aukinnar áherslu á starfs- og námsráðgjöf mun hafa aukinn kostnað í för með sér. Einnig mun tíðari endurskoðun námsskráa leiða til kostnaðarauka við námsefnisgerð. Mikil vinna er þó eftir í útfærslu tillagna nefndarinnar og því ekki unnt á þessum tímapunkti að tilgreina hversu mikill kostnaðurinn verður miðað við skólakerfið í núverandi mynd. Það mun þó koma fljótt í ljós ef jafn hratt verður gengið til verka og nefndin leggur til. Skilaboðin eru að gengið verði af krafti í heildarendurskipulagningu framhaldsskólans með viðeigandi lagabreytingum og komið í framkvæmd án tafar svo að hinn nýi framhaldsskóli taki til starfa sem fyrst. Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði í janúar síðastliðnum nefnd til að kanna hvernig efla mætti starfsnám til að stuðla að aukinni aðsókn að slíku námi og bæta tengsl starfsnáms á framhaldsskólastigi við grunnskóla- og háskólastig. Tillögur þessarar starfsnámsnefndar, eins og hún var nefnd, liggja nú fyrir og eru metnaðarfullar, jafnvel byltingarkenndar. Framhaldsskólinn á Íslandi er skiptur á milli bóknámsskóla og starfsnámsskóla. Þessi skipting kemur fram í lögum um framhaldsskóla og er arfur frá þeim tíma þegar greint var á milli menntaskóla annars vegar og iðnskóla hins vegar. Á fyrri hluta 20. aldar féllu iðnskólar ekki undir verkefnasvið menntamálaráðuneytis, heldur iðnaðarmála- eða atvinnumálaráðuneyta. Í nokkurn tíma hefur starfsnám átt undir högg að sækja gagnvart bóknámi í áfangakerfisskólum.Einn skóliTónlistarnám Ekki mun skipta máli í hverju styrkur nemenda felst. Allt nám verður metið á nýjan hátt sem veitir einstaklingnum tækifæri til að láta ljós sitt skína.Starfsnámsnefnd leggur til að heildarskipulagi framhaldsskólans verði breytt þannig að um einn skóla sé að ræða hvað varðar skipulag og framkvæmd. Til þess að slíkt sé mögulegt verði hverjum og einum skóla veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í takt við þarfir og kröfur nemenda sem varða næsta skólastig. Þannig geti nemandinn búið sig sem best undir það nám sem tekur við. Þetta er eitt meginmarkmið tillagnanna að námið sé miðað við það skólastig eða þá atvinnu sem nemandinn ætlar sér að stunda að loknu tilteknu skólastigi (viðtökumiðað nám). Viðurkennt er að framhaldsskólar eiga í erfiðleikum með að sinna þörfum þess breiða nemendahóps sem þar stundar nám. Nemendur finna ekki nám við hæfi, sinna því af litlum áhuga eða hætta. Með því að jafna stöðu bóknáms og starfsnáms er talið að framhaldsskólinn skili ungmennum betur undirbúnum til framhaldsnáms. Viðtökumiðað nám, og þá um leið einstaklingsmiðað nám, er líklegra til árangurs vegna þess að með fjölbreyttara námsframboði er líklegra að nemendur finni nám við hæfi, ljúki skilgreindu námi og fleiri finni leið til að snúa til baka eftir að hafa hætt í skóla á einhverjum tímapunkti. Námið í hinum nýja framhaldsskóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhaldsskóla og háskóla með tilliti til frekara náms eða með samstarfi framhaldsskóla og atvinnulífsins. Tengsl skólastigaJón B. Stefánsson Formaður nefndarinnar bindur miklar vonir við þær róttæku hugmyndir sem starfsnámsnefndin setur fram.fréttablaðið/hörðurNokkur hluti þeirra grunnskólanemenda sem hefja nám í framhaldsskóla er vanbúinn til þess og finnur ekki nám við hæfi. Til að bæta það telur nefndin að starfsnám verði eflt í efstu bekkjum grunnskóla til að koma til móts við mismunandi áhugasvið og þarfir nemenda. Einnig að náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum verði aukin að mun til að leiðbeina einstaklingum um námsval í framhaldsskóla og starfsval þegar út í atvinnulífið er komið. Náms- og starfsráðgjöf verði einnig stórlega efld á öllum skólastigum. Lykillinn að velgengni nýs framhaldsskóla er að mati nefndarinnar tengslin við þá sem taka við nemendum sem hann brautskráir. Tekið er til þess að tengslum háskóla og framhaldsskóla sé mjög ábótavant og tengsl við atvinnulífið og framhaldsskóla sé lengra komið með skipulagi starfsgreinaráða. Nýjum framhaldsskóla er ætlað að hafa frelsi og gert er ráð fyrir hraðri þróun viðtökumiðaðs náms. Því er lagt til að háskólar og framhaldsskólar taki upp formlegt samstarf. Hver framhaldsskóli hafi fullt frelsi til að þróa samstarf við þá háskóla sem hann kýs. Háskólar fái einnig tækifæri til að hafa áhrif á samsetningu náms í framhaldsskólunum með sambærilegum hætti og atvinnulífið hefur gert í gegnum starfsgreinaráðin með mótun starfsnáms. FagháskóliStarfsnámsnefndin leggur til að framhaldsskólum verði heimilt að setja á stofn eins til þriggja ára nám á fagháskólastigi. Fagháskólastigið á að vera sjálfstætt skólastig í framhaldi af framhaldsskólanum og með áherslu á þarfir atvinnulífsins. Námið verði opið öllum nemendum sem ljúka framhaldsskóla að uppfylltum skilyrðum. Meistaranám iðngreina og annað nám sem nú þegar er á þessu skólastigi verður hluti fagháskólastigsins. VinnustaðanámLögð er mikil áhersla á að vinnustaðanám verði skilvirkara og hagnist nemendum betur en verið hefur til þessa. Hugmyndin er því að fyrirkomulagi slíks náms verði breytt á þann hátt að það sé hluti aðalnámskrár. Ráðnir verða umsjónaraðilar sem geti verið frá atvinnulífinu eða skóla eftir því sem best þykir henta. Viðkomandi skóli er gerður ábyrgur á því að nemendur fái umsjón frá upphafi náms í skóla til loka starfsnáms á vinnustað og valin verði sérstök vinnustaðafyrirtæki sem starfa með skólanum við að gera slíkt nám sem best úr garði. Einnig verði stofnaður sjóður með þátttöku atvinnulífs og stjórnvalda til að jafna kostnað milli þeirra fyrirtækja sem annast vinnustaðanám og þeirra sem kjósa að gera það ekki. Kostnaður og framkvæmdTilfærslur milli námsleiða, aukin fjölbreytni og aukin sókn nýrra nemenda í starfsnám auk verulega aukinnar áherslu á starfs- og námsráðgjöf mun hafa aukinn kostnað í för með sér. Einnig mun tíðari endurskoðun námsskráa leiða til kostnaðarauka við námsefnisgerð. Mikil vinna er þó eftir í útfærslu tillagna nefndarinnar og því ekki unnt á þessum tímapunkti að tilgreina hversu mikill kostnaðurinn verður miðað við skólakerfið í núverandi mynd. Það mun þó koma fljótt í ljós ef jafn hratt verður gengið til verka og nefndin leggur til. Skilaboðin eru að gengið verði af krafti í heildarendurskipulagningu framhaldsskólans með viðeigandi lagabreytingum og komið í framkvæmd án tafar svo að hinn nýi framhaldsskóli taki til starfa sem fyrst.
Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira