Matarinnkaup lækka um fimmtíu þúsund 13. júlí 2006 03:30 Matarinnkaup fjölskyldunnar lækka um fimmtíu þúsund krónur á ári, gangi tillögur nefndar forsætisráðherra eftir. Nefndin var skipuð í upphafi árs og var ætlað að fjalla um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjum. Í nefndinni sátu fulltrúar fjögurra ráðherra og fimm hagsmunasamtaka. Meðal þess sem nefndin gerir tillögur um er að vörugjald á matvælum verði fellt niður og að öll matvara beri fjórtán prósenta virðisaukaskatt en ýmsar vörur – einkum það sem kallað er munaðarvörur – bera 24,5 prósenta virðisaukaskatt. Þau sjónarmið voru uppi í nefndinni að fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum en fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni lagðist alfarið gegn þeim. „Við vorum ekki tilbúin til að ræða einhliða stór skref í tollabreytingum,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum. „Okkur komu á óvart þær hugmyndir sem ræddar voru í nefndinni um að gera miklu meira í færri og stærri skrefum heldur en áður hefur verið rætt um af hálfu stjórnvalda. Einhliða lækkun á tollum er ekki eitthvað sem þjóðir eru almennt að gera. Þetta er ákveðið samningstæki og við hljótum að vilja fá einhvern ávinning fyrir aðra atvinnustarfsemi í landinu á móti.“ Erna bendir á að Ísland hefur verið í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina varðandi niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum og eðlilegra sé að láta þróunina hér miða við straumana þar. „Alþýðusamband Íslands hefur talað fyrir ágengari málflutningi varðandi niðurfellingu á landbúnaðartollum og ég held það sé óhætt að segja að það hafi borið breiðast þar á milli.“ Nefndin mun skila skýrslu til forsætisráðherra á næstu dögum. Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Matarinnkaup fjölskyldunnar lækka um fimmtíu þúsund krónur á ári, gangi tillögur nefndar forsætisráðherra eftir. Nefndin var skipuð í upphafi árs og var ætlað að fjalla um helstu orsakaþætti hás matvælaverðs á Íslandi og gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem gengur og gerist í helstu nágrannaríkjum. Í nefndinni sátu fulltrúar fjögurra ráðherra og fimm hagsmunasamtaka. Meðal þess sem nefndin gerir tillögur um er að vörugjald á matvælum verði fellt niður og að öll matvara beri fjórtán prósenta virðisaukaskatt en ýmsar vörur – einkum það sem kallað er munaðarvörur – bera 24,5 prósenta virðisaukaskatt. Þau sjónarmið voru uppi í nefndinni að fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum en fulltrúi Bændasamtakanna í nefndinni lagðist alfarið gegn þeim. „Við vorum ekki tilbúin til að ræða einhliða stór skref í tollabreytingum,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum. „Okkur komu á óvart þær hugmyndir sem ræddar voru í nefndinni um að gera miklu meira í færri og stærri skrefum heldur en áður hefur verið rætt um af hálfu stjórnvalda. Einhliða lækkun á tollum er ekki eitthvað sem þjóðir eru almennt að gera. Þetta er ákveðið samningstæki og við hljótum að vilja fá einhvern ávinning fyrir aðra atvinnustarfsemi í landinu á móti.“ Erna bendir á að Ísland hefur verið í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina varðandi niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum og eðlilegra sé að láta þróunina hér miða við straumana þar. „Alþýðusamband Íslands hefur talað fyrir ágengari málflutningi varðandi niðurfellingu á landbúnaðartollum og ég held það sé óhætt að segja að það hafi borið breiðast þar á milli.“ Nefndin mun skila skýrslu til forsætisráðherra á næstu dögum.
Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira