Áætlun þar sem áhersla er lögð á betra mataræði og hreyfingu verður hrint í framkvæmd til að stuðla að bættri heilsu og lífsgæðum Norðurlandabúa.
Þetta var ákveðið á sumarfundi matvælaráðherra Norðurlandanna sem fór fram í Noregi í síðustu viku.
Í framkvæmdaáætluninni verða upplýsingar um matarvenjur og líkamsrækt á Norðurlöndunum og hve mörg prósent íbúanna eru of þung samanborið við aðrar þjóðir.