Landsvirkjun seld ríkinu fyrir áramót 14. júlí 2006 03:30 Söluhugleiðingar borgarinnar endurvaktar. Ekki var tímabært að selja Landsvirkjun á tímum R-listans vegna ósamstöðu. Hún er ekki lengur til staðar, segir Alfreð Þorsteinsson. Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að best væri kaupin tækju gildi um áramótin. Það er ekki eftir neinu að bíða. Aðalatriðið og skilyrði af okkar hálfu er að við fáum það verð sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt. Lengi hefur verið talað um verðið og nú skoðum við allar forsendur, segir Vilhjálmur. Hann bendir á að þær gætu hafa breyst frá því að borgin hætti við söluna síðast en þó ekki endilega. Landsvirkjun var þá metin á tæplega 60 milljarða, en borgin á rúm 45 prósent og Akureyrarbær tæp fimm. Vilhjálmur segir Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúa í herbúðum R-listans, hafa stöðvað söluna síðast enda lá fyrir að borgarfulltrúar Vinstri-grænna vildu ekki selja jafnvel þótt verðið hefði hækkað um helming. Segja má að það sé rétt, segir Alfreð, sem nú gegnir formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ég taldi ekki ráðlegt að knýja málið í gegn á þeim tíma, þar sem ekki var nægilega góð samstaða um það innan R-listans. En það er full samstaða hjá núverandi meirihluta. Alfreð er nú eindregið þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlutinn. Ástæðulaust er fyrir borgina að eiga svona stóra hluti í tveimur öflugum orkufyrirtækjum, segir Alfreð og á við Orkuveitu Reykjavíkur auk Landsvirkjunar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, segir umræður um einkavæðingu Landsvirkjunar setja söluna í ákveðið uppnám. Áður en hlutur Reykjavíkurborgar verði seldur þurfi því til að mynda að tryggja að flutningsnetið lúti áfram opinberri stjórn. Eins var langur vegur frá því að menn hafi verið búnir að ná saman um verð eða greiðsluform. Talað var um að hluturinn yrði greiddur á mörgum áratugum í formi lífeyrisskuldbindinga. En sú leið gæti verið sérkennileg ef ríkið ætlar daginn eftir að leysa út söluverðið með einkavæðingu fyrirtækisins, segir Dagur. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem er í sumarfríi, né Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, en bærinn er ekki með í viðræðunum. Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Viðræður um sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun til ríkisins eru hafnar að nýju. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að best væri kaupin tækju gildi um áramótin. Það er ekki eftir neinu að bíða. Aðalatriðið og skilyrði af okkar hálfu er að við fáum það verð sem við teljum sanngjarnt og eðlilegt. Lengi hefur verið talað um verðið og nú skoðum við allar forsendur, segir Vilhjálmur. Hann bendir á að þær gætu hafa breyst frá því að borgin hætti við söluna síðast en þó ekki endilega. Landsvirkjun var þá metin á tæplega 60 milljarða, en borgin á rúm 45 prósent og Akureyrarbær tæp fimm. Vilhjálmur segir Alfreð Þorsteinsson, þáverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur og borgarfulltrúa í herbúðum R-listans, hafa stöðvað söluna síðast enda lá fyrir að borgarfulltrúar Vinstri-grænna vildu ekki selja jafnvel þótt verðið hefði hækkað um helming. Segja má að það sé rétt, segir Alfreð, sem nú gegnir formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ég taldi ekki ráðlegt að knýja málið í gegn á þeim tíma, þar sem ekki var nægilega góð samstaða um það innan R-listans. En það er full samstaða hjá núverandi meirihluta. Alfreð er nú eindregið þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlutinn. Ástæðulaust er fyrir borgina að eiga svona stóra hluti í tveimur öflugum orkufyrirtækjum, segir Alfreð og á við Orkuveitu Reykjavíkur auk Landsvirkjunar. Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, segir umræður um einkavæðingu Landsvirkjunar setja söluna í ákveðið uppnám. Áður en hlutur Reykjavíkurborgar verði seldur þurfi því til að mynda að tryggja að flutningsnetið lúti áfram opinberri stjórn. Eins var langur vegur frá því að menn hafi verið búnir að ná saman um verð eða greiðsluform. Talað var um að hluturinn yrði greiddur á mörgum áratugum í formi lífeyrisskuldbindinga. En sú leið gæti verið sérkennileg ef ríkið ætlar daginn eftir að leysa út söluverðið með einkavæðingu fyrirtækisins, segir Dagur. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, sem er í sumarfríi, né Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, en bærinn er ekki með í viðræðunum.
Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira