Þyrlusveitin fer hvergi 20. júlí 2006 07:00 TF-SIF Dauphin-þyrlan verður áfram í eigu Landhelgisgæslunnar. Ekki hefur verið ákveðið af hvaða tegund nýju þyrlurnar verða en nokkrar koma til greina. MYND/Stefán Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn skýrslu um tillögur að framtíðarskipulagi þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Lagt er til að í þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar verði til frambúðar þrjár stórar og langdrægar björgunarþyrlur auk Dauphin-þyrlunnar TF-SIF. Þær verði keyptar nýjar og Super Puma þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, verði seld. Nýju þyrlurnar verða að geta flogið 300 mílur á haf út hið minnsta, geta híft 25 menn um borð og flogið til baka og þá átt varaeldsneyti til hálftíma flugs. Ekki er við því búist að unnt verði að fá þrjár nýjar þyrlur keyptar til Landhelgisgæslunnar fyrr en eftir 2010 og jafnvel svo seint sem árið 2015. Ástæðan er sú að val, samningagerð, hönnun og framleiðsla er tafsamt ferli þar sem kröfur eru miklar til véla sem eiga að starfa við jafn krefjandi aðstæður og eru hér við land. Sterklega kemur til greina að samstarf verði haft við norsk stjórnvöld sem hyggjast endurnýja þyrluflota sinn á sama tíma og Íslendingar og að því fylgi nokkur sparnaður. Þrjár stórar björgunarþyrlur eru grunnstærð þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands en reynslan sýnir að óvænt atvik eru algeng í rekstri slíkrar sveitar. Því er lagt til að minni þyrla gæslunnar, TF-SIF, verði áfram í eigu Landhelgisgæslunnar þar sem hún hentar vel til leitar- og björgunarstarfa þar sem ekki er þörf á stærri þyrlu. Hagkvæmt er að eiga áfram litla og meðfærilega þyrlu eins og TF-SIF þar sem hún er um helmingi ódýrari í rekstri en stærri þyrlan, TF- LÍF, og getur sinnt margvíslegum eftirlitsstörfum með minni tilkostnaði. Mælt er með að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði staðsettar í Reykjavík. Hagkvæmnis- og öryggissjónarmið krefjast þess að sveitin hafi bækistöð á einum stað og að hún sé í tengslum við höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands. Hugmyndir um flutning sveitarinnar til Keflavíkur virðast því hafa verið blásnar af. Þar til nýjar þyrlur verða keyptar verður starfsgeta björgunarsveitarinnar tryggð með leiguþyrlum. Kostnaður við kaup nýju þyrlnanna þriggja er mikill enda kostar ný sérútbúin björgunarþyrla tæpa tvo milljarða króna. Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn skýrslu um tillögur að framtíðarskipulagi þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Lagt er til að í þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar verði til frambúðar þrjár stórar og langdrægar björgunarþyrlur auk Dauphin-þyrlunnar TF-SIF. Þær verði keyptar nýjar og Super Puma þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, verði seld. Nýju þyrlurnar verða að geta flogið 300 mílur á haf út hið minnsta, geta híft 25 menn um borð og flogið til baka og þá átt varaeldsneyti til hálftíma flugs. Ekki er við því búist að unnt verði að fá þrjár nýjar þyrlur keyptar til Landhelgisgæslunnar fyrr en eftir 2010 og jafnvel svo seint sem árið 2015. Ástæðan er sú að val, samningagerð, hönnun og framleiðsla er tafsamt ferli þar sem kröfur eru miklar til véla sem eiga að starfa við jafn krefjandi aðstæður og eru hér við land. Sterklega kemur til greina að samstarf verði haft við norsk stjórnvöld sem hyggjast endurnýja þyrluflota sinn á sama tíma og Íslendingar og að því fylgi nokkur sparnaður. Þrjár stórar björgunarþyrlur eru grunnstærð þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands en reynslan sýnir að óvænt atvik eru algeng í rekstri slíkrar sveitar. Því er lagt til að minni þyrla gæslunnar, TF-SIF, verði áfram í eigu Landhelgisgæslunnar þar sem hún hentar vel til leitar- og björgunarstarfa þar sem ekki er þörf á stærri þyrlu. Hagkvæmt er að eiga áfram litla og meðfærilega þyrlu eins og TF-SIF þar sem hún er um helmingi ódýrari í rekstri en stærri þyrlan, TF- LÍF, og getur sinnt margvíslegum eftirlitsstörfum með minni tilkostnaði. Mælt er með að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði staðsettar í Reykjavík. Hagkvæmnis- og öryggissjónarmið krefjast þess að sveitin hafi bækistöð á einum stað og að hún sé í tengslum við höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands. Hugmyndir um flutning sveitarinnar til Keflavíkur virðast því hafa verið blásnar af. Þar til nýjar þyrlur verða keyptar verður starfsgeta björgunarsveitarinnar tryggð með leiguþyrlum. Kostnaður við kaup nýju þyrlnanna þriggja er mikill enda kostar ný sérútbúin björgunarþyrla tæpa tvo milljarða króna.
Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent