„Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2025 20:05 Á Geirsnefi í Reykjavík er svæði þar sem lausaganga hunda er heimil og ferfætlingarnir mega hlaupa frjálsir um. Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna skora á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi til að koma í veg fyrir frekari slys á dýrum. Hundur sem slapp af svæðinu dó þegar hann varð fyrir bíl á Miklubraut í morgun, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist að sögn sjálfboðaliða hjá samtökunum. „Hundur slapp frá hundasvæðinu Geirsnefi sem er illa girt og vegna þessa er enn einn hundur dáinn. Því miður ekki fyrsta svona atvikið,” segir í færslu samtakanna á Facebook í dag. Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá samtökunum ítrekar í samtali við Vísi mikilvægi þess að aðbúnaður á svæðinu sé bættur. „Þessi hundur sem slapp í morgun var bara í lausagöngu á Geirsnefi, eins og svæðið leyfir. Það vill bara svo óheppilega til að hundurinn hleypur í burtu, ég veit ekki við hvernig aðstæður eða hvað gerist, en hann hleypur þarna strax út á Miklubrautina og lendir fyrir bíl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist,“ segir Eygló. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna birta samúðarkveðju og ákall til borgarinnar um úrbætur á samfélagsmiðlum í dag.Facebook Hún þekki óþarflega mörg dæmi þess að dýr hafi sloppið út af svæðinu, sem í sumum tilfellum hafi fundist aftur, en því miður séu einnig fleiri dæmi þess að hundar láti lífið þegar þeir verða fyrir bíl eftir að hafa sloppið út af svæðinu. „Eiginlega eina flóttaleiðin í burtu eru göturnar,“ segir Eygló sem bendir á að það séu ýmsar leiðir færar til að bæta öryggi hunda á svæðinu. „Það þarf að girða betur, þannig að dýrin komist ekki út af svæðinu. Flestöll bæjarfélög eru með gerði, en svo veit ég ekki hvort það væri betra að setja ristahlið, ef að hundarnir eru ólíklegri til að fara yfir það. Það eru margar leiðir betri en það sem er núna.“ Á meðan um er að ræða þar til gert hundasvæði þar sem lausaganga hunda er leyfileg sé lágmark að bjóða öruggari aðstæður fyrir hundana. Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
„Hundur slapp frá hundasvæðinu Geirsnefi sem er illa girt og vegna þessa er enn einn hundur dáinn. Því miður ekki fyrsta svona atvikið,” segir í færslu samtakanna á Facebook í dag. Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá samtökunum ítrekar í samtali við Vísi mikilvægi þess að aðbúnaður á svæðinu sé bættur. „Þessi hundur sem slapp í morgun var bara í lausagöngu á Geirsnefi, eins og svæðið leyfir. Það vill bara svo óheppilega til að hundurinn hleypur í burtu, ég veit ekki við hvernig aðstæður eða hvað gerist, en hann hleypur þarna strax út á Miklubrautina og lendir fyrir bíl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist,“ segir Eygló. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna birta samúðarkveðju og ákall til borgarinnar um úrbætur á samfélagsmiðlum í dag.Facebook Hún þekki óþarflega mörg dæmi þess að dýr hafi sloppið út af svæðinu, sem í sumum tilfellum hafi fundist aftur, en því miður séu einnig fleiri dæmi þess að hundar láti lífið þegar þeir verða fyrir bíl eftir að hafa sloppið út af svæðinu. „Eiginlega eina flóttaleiðin í burtu eru göturnar,“ segir Eygló sem bendir á að það séu ýmsar leiðir færar til að bæta öryggi hunda á svæðinu. „Það þarf að girða betur, þannig að dýrin komist ekki út af svæðinu. Flestöll bæjarfélög eru með gerði, en svo veit ég ekki hvort það væri betra að setja ristahlið, ef að hundarnir eru ólíklegri til að fara yfir það. Það eru margar leiðir betri en það sem er núna.“ Á meðan um er að ræða þar til gert hundasvæði þar sem lausaganga hunda er leyfileg sé lágmark að bjóða öruggari aðstæður fyrir hundana.
Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira