Aberdeen-háskóli í Skotlandi mun skila níu húðflúruðum höfðum af Maóríum aftur til Nýja-Sjálands, en það kom fram í tilkynningu frá skólanum í gær. Höfuðin hafa verið geymdir í skólanum í meira en öld, en nú mun Te Papa safnið í Wellington fá þau til rannsóknar.
Höfuðin tilheyrðu stríðsmönnum og þrælum og voru sum notuð í vöruskipti milli Maóría og evrópskra landkönnuða á 19. öld. Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands og eru húðflúr stór hluti af menningu þeirra.
