Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir engan tilgang í því að Ísraelar hætti strax árásum á Líbanon. Vopnahlé núna væri falskt loforð, sagði hún á blaðamannafundi í Washington í gær.
Sýrlendingar vita hvað þeir þurfa að gera og Hizbollah er rót vandans, sagði hún.
Hún ætlar að halda til Ísraels á morgun og síðan til Rómar þar sem hún ætlar að hitta ráðamenn frá Evrópusambandinu og fulltrúa frá Líbanon og arabaríkjum.
Ísraelski landherinn bjó sig í gær undir innrás í Líbanon og virtist ætla að hertaka suðurhluta landsins á ný.