Unglingum séu sett mörk 26. júlí 2006 07:30 sýna stuðning Frá vinstri eru þau Díana Ósk, Signý og Þorlákur sem öll hafa leitað stuðnings til Foreldrahúss. Þau hvetja foreldra til að gefa börnum og unglingum skýr skilaboð. MYND/Stefán Díana Ósk Óskarsdóttir, Signý Pétursdóttir og Þorlákur Jónsson eiga það sameiginlegt að eiga sextán til sautján ára unglinga sem eiga eða hafa átt í erfiðleikum. Þau hvetja foreldra til aukins samráðs við aðra foreldra og til samheldni þeirra innan skóla, borgarhverfa eða minni samfélaga við að virða lög og reglur sem varða börn og unglinga og gefa skýr skilaboð um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Díana Ósk, Signý og Þorlákur kynntust í Foreldrahúsi, sem er hluti af foreldrasamtökum Vímulausrar æsku, þar sem þau hafa leitað sér ráðgjafar og stuðnings. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast finnst þeim nauðsynlegt að veita öðrum foreldrum stuðning með því að minna á hversu mikilvægt það er að standa á sínu og láta ekki undan þrýstingi unglingsins. Signý Pétursdóttir segist hafa lært af reynslu að foreldri eigi ekki að vera hrætt við að setja unglingum skýr mörk og afdráttarlausar reglur. „Þó að maður sé hræddur um hann má það ekki birtast sem hræðsla við viðbrögð unglingsins. Það má aldrei hætta að segja nei, þetta gerir þú ekki. Foreldrar verða að halda í sín mörk og reglur, og að þær séu eðlilegar að mati foreldris en ekki unglingsins.“ Signý telur einnig mikilvægt að foreldrar séu alltaf á varðbergi. „Sá sem selur barninu þínu eiturlyf er oft hluti af vinahópi þíns unglings og einhver sem þú grunar kannski aldrei um neitt misjafnt.“ Þorlákur Jónsson minnir á að unglingar eru á ábyrgð foreldra þangað til þau eru orðin sjálfráða og það sé foreldranna að leggja viðmið. „Aðhaldið á að koma frá foreldrunum. Það er meiri umhyggja í að segja nei en já hvað þetta snertir.“ Díana Ósk telur mikilvægast fyrir foreldra að hafa stjórn eins lengi og þeir mögulegast geta og að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus, sérstaklega þar sem er hugsanlegt að áfengis eða annarra vímuefna sé neytt. „Þegar þau eru byrjuð að fikta þá hafa foreldrarnir misst tökin. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin ungling því það eru svo margir aðrir sem engin ástæða er til að treysta. Það er alls konar fólk sem er með gylliboð og hefur hreinlega af því atvinnu að afvegaleiða börn og unglinga.“ Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Díana Ósk Óskarsdóttir, Signý Pétursdóttir og Þorlákur Jónsson eiga það sameiginlegt að eiga sextán til sautján ára unglinga sem eiga eða hafa átt í erfiðleikum. Þau hvetja foreldra til aukins samráðs við aðra foreldra og til samheldni þeirra innan skóla, borgarhverfa eða minni samfélaga við að virða lög og reglur sem varða börn og unglinga og gefa skýr skilaboð um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Díana Ósk, Signý og Þorlákur kynntust í Foreldrahúsi, sem er hluti af foreldrasamtökum Vímulausrar æsku, þar sem þau hafa leitað sér ráðgjafar og stuðnings. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast finnst þeim nauðsynlegt að veita öðrum foreldrum stuðning með því að minna á hversu mikilvægt það er að standa á sínu og láta ekki undan þrýstingi unglingsins. Signý Pétursdóttir segist hafa lært af reynslu að foreldri eigi ekki að vera hrætt við að setja unglingum skýr mörk og afdráttarlausar reglur. „Þó að maður sé hræddur um hann má það ekki birtast sem hræðsla við viðbrögð unglingsins. Það má aldrei hætta að segja nei, þetta gerir þú ekki. Foreldrar verða að halda í sín mörk og reglur, og að þær séu eðlilegar að mati foreldris en ekki unglingsins.“ Signý telur einnig mikilvægt að foreldrar séu alltaf á varðbergi. „Sá sem selur barninu þínu eiturlyf er oft hluti af vinahópi þíns unglings og einhver sem þú grunar kannski aldrei um neitt misjafnt.“ Þorlákur Jónsson minnir á að unglingar eru á ábyrgð foreldra þangað til þau eru orðin sjálfráða og það sé foreldranna að leggja viðmið. „Aðhaldið á að koma frá foreldrunum. Það er meiri umhyggja í að segja nei en já hvað þetta snertir.“ Díana Ósk telur mikilvægast fyrir foreldra að hafa stjórn eins lengi og þeir mögulegast geta og að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus, sérstaklega þar sem er hugsanlegt að áfengis eða annarra vímuefna sé neytt. „Þegar þau eru byrjuð að fikta þá hafa foreldrarnir misst tökin. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin ungling því það eru svo margir aðrir sem engin ástæða er til að treysta. Það er alls konar fólk sem er með gylliboð og hefur hreinlega af því atvinnu að afvegaleiða börn og unglinga.“
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira