Unglingum séu sett mörk 26. júlí 2006 07:30 sýna stuðning Frá vinstri eru þau Díana Ósk, Signý og Þorlákur sem öll hafa leitað stuðnings til Foreldrahúss. Þau hvetja foreldra til að gefa börnum og unglingum skýr skilaboð. MYND/Stefán Díana Ósk Óskarsdóttir, Signý Pétursdóttir og Þorlákur Jónsson eiga það sameiginlegt að eiga sextán til sautján ára unglinga sem eiga eða hafa átt í erfiðleikum. Þau hvetja foreldra til aukins samráðs við aðra foreldra og til samheldni þeirra innan skóla, borgarhverfa eða minni samfélaga við að virða lög og reglur sem varða börn og unglinga og gefa skýr skilaboð um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Díana Ósk, Signý og Þorlákur kynntust í Foreldrahúsi, sem er hluti af foreldrasamtökum Vímulausrar æsku, þar sem þau hafa leitað sér ráðgjafar og stuðnings. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast finnst þeim nauðsynlegt að veita öðrum foreldrum stuðning með því að minna á hversu mikilvægt það er að standa á sínu og láta ekki undan þrýstingi unglingsins. Signý Pétursdóttir segist hafa lært af reynslu að foreldri eigi ekki að vera hrætt við að setja unglingum skýr mörk og afdráttarlausar reglur. „Þó að maður sé hræddur um hann má það ekki birtast sem hræðsla við viðbrögð unglingsins. Það má aldrei hætta að segja nei, þetta gerir þú ekki. Foreldrar verða að halda í sín mörk og reglur, og að þær séu eðlilegar að mati foreldris en ekki unglingsins.“ Signý telur einnig mikilvægt að foreldrar séu alltaf á varðbergi. „Sá sem selur barninu þínu eiturlyf er oft hluti af vinahópi þíns unglings og einhver sem þú grunar kannski aldrei um neitt misjafnt.“ Þorlákur Jónsson minnir á að unglingar eru á ábyrgð foreldra þangað til þau eru orðin sjálfráða og það sé foreldranna að leggja viðmið. „Aðhaldið á að koma frá foreldrunum. Það er meiri umhyggja í að segja nei en já hvað þetta snertir.“ Díana Ósk telur mikilvægast fyrir foreldra að hafa stjórn eins lengi og þeir mögulegast geta og að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus, sérstaklega þar sem er hugsanlegt að áfengis eða annarra vímuefna sé neytt. „Þegar þau eru byrjuð að fikta þá hafa foreldrarnir misst tökin. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin ungling því það eru svo margir aðrir sem engin ástæða er til að treysta. Það er alls konar fólk sem er með gylliboð og hefur hreinlega af því atvinnu að afvegaleiða börn og unglinga.“ Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Díana Ósk Óskarsdóttir, Signý Pétursdóttir og Þorlákur Jónsson eiga það sameiginlegt að eiga sextán til sautján ára unglinga sem eiga eða hafa átt í erfiðleikum. Þau hvetja foreldra til aukins samráðs við aðra foreldra og til samheldni þeirra innan skóla, borgarhverfa eða minni samfélaga við að virða lög og reglur sem varða börn og unglinga og gefa skýr skilaboð um hvað er leyfilegt og hvað ekki. Díana Ósk, Signý og Þorlákur kynntust í Foreldrahúsi, sem er hluti af foreldrasamtökum Vímulausrar æsku, þar sem þau hafa leitað sér ráðgjafar og stuðnings. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast finnst þeim nauðsynlegt að veita öðrum foreldrum stuðning með því að minna á hversu mikilvægt það er að standa á sínu og láta ekki undan þrýstingi unglingsins. Signý Pétursdóttir segist hafa lært af reynslu að foreldri eigi ekki að vera hrætt við að setja unglingum skýr mörk og afdráttarlausar reglur. „Þó að maður sé hræddur um hann má það ekki birtast sem hræðsla við viðbrögð unglingsins. Það má aldrei hætta að segja nei, þetta gerir þú ekki. Foreldrar verða að halda í sín mörk og reglur, og að þær séu eðlilegar að mati foreldris en ekki unglingsins.“ Signý telur einnig mikilvægt að foreldrar séu alltaf á varðbergi. „Sá sem selur barninu þínu eiturlyf er oft hluti af vinahópi þíns unglings og einhver sem þú grunar kannski aldrei um neitt misjafnt.“ Þorlákur Jónsson minnir á að unglingar eru á ábyrgð foreldra þangað til þau eru orðin sjálfráða og það sé foreldranna að leggja viðmið. „Aðhaldið á að koma frá foreldrunum. Það er meiri umhyggja í að segja nei en já hvað þetta snertir.“ Díana Ósk telur mikilvægast fyrir foreldra að hafa stjórn eins lengi og þeir mögulegast geta og að börn og unglingar séu ekki eftirlitslaus, sérstaklega þar sem er hugsanlegt að áfengis eða annarra vímuefna sé neytt. „Þegar þau eru byrjuð að fikta þá hafa foreldrarnir misst tökin. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin ungling því það eru svo margir aðrir sem engin ástæða er til að treysta. Það er alls konar fólk sem er með gylliboð og hefur hreinlega af því atvinnu að afvegaleiða börn og unglinga.“
Innlent Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira