Innlent

Samgöngur til Vestmannaeyja

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa lagt fram tillögur að úrbótum í samgöngumálum.

Fyrsta tillagan snýst um að þrjár ferðir verði farnar á Herjólfi á sólarhring, þrisvar í viku yfir sumarið. Í öðru lagi verði flug milli lands og Eyja boðið út.

Þriðja tillagan er að stærra og nýrra skip verði leigt eða keypt í stað núverandi Herjólfs. Fjórða tillagan er að tryggt verði að fullnægjandi skip leysi Herjólf af meðan á slipptöku stendur. Seinasta til­lagan er að framkvæmdir vegna ferjulægis í Bakkafjöru hefjist á vormánuðum 2007 og þeim verði lokið árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×