Innlent

Engin lagastoð fyrir birtingu

biðröð á skattstofunni í Reykjavík
Listi yfir hæstu gjaldendur verður sendur út til fjölmiðla á föstudaginn.
biðröð á skattstofunni í Reykjavík Listi yfir hæstu gjaldendur verður sendur út til fjölmiðla á föstudaginn.

Á hverju ári senda skattstjórar út lista til fjölmiðla yfir hæstu gjaldendur í sínu skattumdæmi.

Samkvæmt skattalögum ber skattstjórum að leggja fram álagningarskrár almenningi til sýnis í hverju sveitarfélagi, þar sem skattar á hvern gjaldanda eru tilgreindir. En hvergi er kveðið á um í lögum að taka skuli saman lista yfir hæstu gjaldendur til birtingar.

Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri segir að um gamla framkvæmdavenju sé að ræða. Skattstjórar hafa gert þetta um áratugaskeið en það hefur vissulega verið rætt um það innan embættis ríkisskattstjóra hvort leggja skuli af þessa framkvæmdavenju.

Listinn yfir hæstu gjaldendur er sendur fjölmiðlum þegar tryggt er að allir hafa fengið álagningarseðlana í hendurnar, að sögn Ingvars. Listinn er mislangur eftir sveitarfélögum.

Ingvar treysti sér ekki til að gefa skoðun embættisins á því hvort æskilegt sé að slíkur listi sé gefinn út með tilliti til persónuverndar. Þetta eru opinberar upplýsingar sem allir geta nálgast í álagningarskrám. Það að við tökum þær saman í lista er einungis hugsað til hægðarauka og þeirri venju verður haldið við að öllu óbreyttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×