Hjón á Seltjarnarnesi vöknuðu við það í fyrrinótt að maður þeim alls ótengdur var að sniglast um í svefnherbergi þeirra.
Þegar skötuhjúin hrukku upp með andfælum tók maðurinn á rás út úr húsinu, en fólkið hafði þegar samband við lögreglu og gat gefið greinargóða lýsingu á manninum. Lögregla handtók hann í nágrenninu skömmu síðar.
Lögregla kannast vel við kauða, sem er á fimmtugsaldri, því hann hefur ítrekað komið við sögu hennar fyrir margvísleg afbrot. Hann var látinn gista fangageymslur um nóttina.