Svartir sauðir sem ekki láta sér segjast 29. júlí 2006 08:45 Gunnar sigurjónsson Lögreglan í Kópavogi mældi vélhjól á 168 kílómetra hraða við Smáralind klukkan hálf níu í fyrrakvöld þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þegar lögreglumenn hugðust veita því eftirför gaf ökumaðurinn í og tókst að stinga þá af. Lögreglan náði númeri hjólsins og leitar nú mannsins. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn með stuttu millibili á Sæbraut skömmu eftir miðnætti, annan á fimmtugsaldri á 148 kílómetra hraða og hinn á fertugsaldri á 142 kílómetra hraða. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund og voru mennirnir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og sviptir ökuréttindum. Þá veitti lögreglan í Borgarnesi tveimur vélhjólamönnum eftirför á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, en að sögn varðstjóra embættisins voru báðir á vel yfir 200 kílómetra hraða. Annar mannanna náðist en hinn slapp úr greipum lögreglunnar. Sama kvöld fór fram gríðarlega fjölmennur fundur vélhjólamanna í Laugardalshöll þar sem rætt var um ímynd þeirra og hættur glannalegs aksturs. Að loknum fundi fór stór hópur í Heiðmörk þar sem haldin var minningarathöfn um einn þeirra þriggja manna sem látist hafa í vélhjólaslysum það sem af er ári. Sá sem ók í Kópavogi var eltur á sama tíma og fundurinn átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir sem teknir voru í Reykjavík höfðu verið viðstaddir minningarathöfnina, en Dagrún Jónsdóttir, einn skipuleggjenda hennar, segist ekki í vafa um það. „Þeir voru örugglega þar.“ Dagrún segir að vélhjólafólk líti á athæfi mannanna sem óvirðingu við málstaðinn. „Við erum ægilega svekkt. Við héldum að við værum að ná til fólks en það eru greinilega svartir sauðir sem ekki láta sér segjast.“ Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju og vélhjólamaður, sem flutti ræðu á fundinum, er hissa og harðorður í garð mannanna. „Ég lít bara á þetta sem hreina og klára hryðjuverkastarfsemi gagnvart okkur mótorhjólamönnum. Þetta er algjörlega í andstreymi við það sem við vorum að gera í Laugardalshöllinni og setur svartan blett á alla mótorhjólamenn, þrátt fyrir að staðreyndin sé að flestir haga sér eins og menn. Við erum orðin verulega þreytt á þessu.“ Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira
Lögreglan í Kópavogi mældi vélhjól á 168 kílómetra hraða við Smáralind klukkan hálf níu í fyrrakvöld þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þegar lögreglumenn hugðust veita því eftirför gaf ökumaðurinn í og tókst að stinga þá af. Lögreglan náði númeri hjólsins og leitar nú mannsins. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn með stuttu millibili á Sæbraut skömmu eftir miðnætti, annan á fimmtugsaldri á 148 kílómetra hraða og hinn á fertugsaldri á 142 kílómetra hraða. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund og voru mennirnir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og sviptir ökuréttindum. Þá veitti lögreglan í Borgarnesi tveimur vélhjólamönnum eftirför á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, en að sögn varðstjóra embættisins voru báðir á vel yfir 200 kílómetra hraða. Annar mannanna náðist en hinn slapp úr greipum lögreglunnar. Sama kvöld fór fram gríðarlega fjölmennur fundur vélhjólamanna í Laugardalshöll þar sem rætt var um ímynd þeirra og hættur glannalegs aksturs. Að loknum fundi fór stór hópur í Heiðmörk þar sem haldin var minningarathöfn um einn þeirra þriggja manna sem látist hafa í vélhjólaslysum það sem af er ári. Sá sem ók í Kópavogi var eltur á sama tíma og fundurinn átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir sem teknir voru í Reykjavík höfðu verið viðstaddir minningarathöfnina, en Dagrún Jónsdóttir, einn skipuleggjenda hennar, segist ekki í vafa um það. „Þeir voru örugglega þar.“ Dagrún segir að vélhjólafólk líti á athæfi mannanna sem óvirðingu við málstaðinn. „Við erum ægilega svekkt. Við héldum að við værum að ná til fólks en það eru greinilega svartir sauðir sem ekki láta sér segjast.“ Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju og vélhjólamaður, sem flutti ræðu á fundinum, er hissa og harðorður í garð mannanna. „Ég lít bara á þetta sem hreina og klára hryðjuverkastarfsemi gagnvart okkur mótorhjólamönnum. Þetta er algjörlega í andstreymi við það sem við vorum að gera í Laugardalshöllinni og setur svartan blett á alla mótorhjólamenn, þrátt fyrir að staðreyndin sé að flestir haga sér eins og menn. Við erum orðin verulega þreytt á þessu.“
Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira