Svartir sauðir sem ekki láta sér segjast 29. júlí 2006 08:45 Gunnar sigurjónsson Lögreglan í Kópavogi mældi vélhjól á 168 kílómetra hraða við Smáralind klukkan hálf níu í fyrrakvöld þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þegar lögreglumenn hugðust veita því eftirför gaf ökumaðurinn í og tókst að stinga þá af. Lögreglan náði númeri hjólsins og leitar nú mannsins. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn með stuttu millibili á Sæbraut skömmu eftir miðnætti, annan á fimmtugsaldri á 148 kílómetra hraða og hinn á fertugsaldri á 142 kílómetra hraða. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund og voru mennirnir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og sviptir ökuréttindum. Þá veitti lögreglan í Borgarnesi tveimur vélhjólamönnum eftirför á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, en að sögn varðstjóra embættisins voru báðir á vel yfir 200 kílómetra hraða. Annar mannanna náðist en hinn slapp úr greipum lögreglunnar. Sama kvöld fór fram gríðarlega fjölmennur fundur vélhjólamanna í Laugardalshöll þar sem rætt var um ímynd þeirra og hættur glannalegs aksturs. Að loknum fundi fór stór hópur í Heiðmörk þar sem haldin var minningarathöfn um einn þeirra þriggja manna sem látist hafa í vélhjólaslysum það sem af er ári. Sá sem ók í Kópavogi var eltur á sama tíma og fundurinn átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir sem teknir voru í Reykjavík höfðu verið viðstaddir minningarathöfnina, en Dagrún Jónsdóttir, einn skipuleggjenda hennar, segist ekki í vafa um það. „Þeir voru örugglega þar.“ Dagrún segir að vélhjólafólk líti á athæfi mannanna sem óvirðingu við málstaðinn. „Við erum ægilega svekkt. Við héldum að við værum að ná til fólks en það eru greinilega svartir sauðir sem ekki láta sér segjast.“ Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju og vélhjólamaður, sem flutti ræðu á fundinum, er hissa og harðorður í garð mannanna. „Ég lít bara á þetta sem hreina og klára hryðjuverkastarfsemi gagnvart okkur mótorhjólamönnum. Þetta er algjörlega í andstreymi við það sem við vorum að gera í Laugardalshöllinni og setur svartan blett á alla mótorhjólamenn, þrátt fyrir að staðreyndin sé að flestir haga sér eins og menn. Við erum orðin verulega þreytt á þessu.“ Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Lögreglan í Kópavogi mældi vélhjól á 168 kílómetra hraða við Smáralind klukkan hálf níu í fyrrakvöld þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þegar lögreglumenn hugðust veita því eftirför gaf ökumaðurinn í og tókst að stinga þá af. Lögreglan náði númeri hjólsins og leitar nú mannsins. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn með stuttu millibili á Sæbraut skömmu eftir miðnætti, annan á fimmtugsaldri á 148 kílómetra hraða og hinn á fertugsaldri á 142 kílómetra hraða. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund og voru mennirnir færðir á lögreglustöð til skýrslutöku og sviptir ökuréttindum. Þá veitti lögreglan í Borgarnesi tveimur vélhjólamönnum eftirför á Vesturlandsvegi í fyrrinótt, en að sögn varðstjóra embættisins voru báðir á vel yfir 200 kílómetra hraða. Annar mannanna náðist en hinn slapp úr greipum lögreglunnar. Sama kvöld fór fram gríðarlega fjölmennur fundur vélhjólamanna í Laugardalshöll þar sem rætt var um ímynd þeirra og hættur glannalegs aksturs. Að loknum fundi fór stór hópur í Heiðmörk þar sem haldin var minningarathöfn um einn þeirra þriggja manna sem látist hafa í vélhjólaslysum það sem af er ári. Sá sem ók í Kópavogi var eltur á sama tíma og fundurinn átti sér stað. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir sem teknir voru í Reykjavík höfðu verið viðstaddir minningarathöfnina, en Dagrún Jónsdóttir, einn skipuleggjenda hennar, segist ekki í vafa um það. „Þeir voru örugglega þar.“ Dagrún segir að vélhjólafólk líti á athæfi mannanna sem óvirðingu við málstaðinn. „Við erum ægilega svekkt. Við héldum að við værum að ná til fólks en það eru greinilega svartir sauðir sem ekki láta sér segjast.“ Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju og vélhjólamaður, sem flutti ræðu á fundinum, er hissa og harðorður í garð mannanna. „Ég lít bara á þetta sem hreina og klára hryðjuverkastarfsemi gagnvart okkur mótorhjólamönnum. Þetta er algjörlega í andstreymi við það sem við vorum að gera í Laugardalshöllinni og setur svartan blett á alla mótorhjólamenn, þrátt fyrir að staðreyndin sé að flestir haga sér eins og menn. Við erum orðin verulega þreytt á þessu.“
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira