Malmö vill halda Ásthildi áfram á næsta ári 3. ágúst 2006 13:00 Ásthildur helgadóttir Hefur staðið sig vonum framar í Svíþjóð þrátt fyrir mikil ferðalög fram og til baka frá Íslandi. MYND/Valli Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búið með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamenn Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. "Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilað með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömdum því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnum, sem hefur reynst mér afskaplega vel." Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkomnlega af meiðslunum. "Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið." Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. "Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leikmenn eru í mjög góðu standi." Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. "Þetta er orðin sagan endalausa," sagði hún og hló. "En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga. Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búið með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamenn Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. "Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilað með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömdum því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnum, sem hefur reynst mér afskaplega vel." Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkomnlega af meiðslunum. "Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið." Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. "Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leikmenn eru í mjög góðu standi." Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. "Þetta er orðin sagan endalausa," sagði hún og hló. "En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga.
Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira