Ræða leiðir til að binda enda á átökin 5. ágúst 2006 07:45 stríðið þyrmir ekki ferfætlingum Særður köttur sést hér á gangi við brakið úr fiskibátum í höfn í Ouzai-úthverfinu í Beirút eftir loftárásir Ísraela á það í gær. MYND/AP Fulltrúar ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands héldu í gær áfram viðræðum bak við luktar dyr í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um tillögu að ályktun öryggisráðs SÞ um það hvernig binda megi enda á átökin milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, frestaði því í gær að hefja áformað sumarfrí sitt til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði. Blair telur að næstu dagar ráði úrslitum fyrir samningu ályktunarinnar, að því er talsmaður hans sagði. Erindrekar innan öryggisráðs SÞ tjáðu AP-fréttastofunni að enn strandaði samkomulag á því hvort skyldi koma á undan, vopnahlé eða að senda fjölþjóðlegt friðargæslulið á vettvang. Frakkar vilja að öryggisráðið krefjist þess að tafarlaust verði bundinn endi á hin vopnuðu átök, og fyrst eftir að vopnin þögnuðu yrði friðargæslulið sent á vettvang. Bandaríkjamenn telja aftur á móti að eigi vopnin að þagna verði það að falla saman við aðrar aðgerðir til lausnar á deilunni, þar á meðal að gera út friðargæslulið. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hingað til stutt Ísraela með því að standa gegn kröfum um tafarlaust vopnahlé, fyrr en mjög hefur dregið úr hernaðargetu Hizbollah. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á meint vígi Hizbollah-liða víða í Líbanon í gær, brýr á aðalþjóðveginum norður frá Beirút voru sprengdar upp og síðasta meginsamgönguæðin til Sýrlands þar með rofin. Að minnsta kosti 28 landbúnaðarverkamenn létu lífið er ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna á vöruhús nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. Talsmenn Hizbollah sögðu skæruliða hafa fellt sex ísraelska hermenn í bardögum í landamæraþorpum í Suður-Líbanon. Hizbollah-liðar skutu vel á annað hundrað sprengiflaugum suður yfir landamærin. Ísraelsk arabafjölskylda lét lífið í einu húsinu sem flaugarnar lentu á. Erlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands héldu í gær áfram viðræðum bak við luktar dyr í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um tillögu að ályktun öryggisráðs SÞ um það hvernig binda megi enda á átökin milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, frestaði því í gær að hefja áformað sumarfrí sitt til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði. Blair telur að næstu dagar ráði úrslitum fyrir samningu ályktunarinnar, að því er talsmaður hans sagði. Erindrekar innan öryggisráðs SÞ tjáðu AP-fréttastofunni að enn strandaði samkomulag á því hvort skyldi koma á undan, vopnahlé eða að senda fjölþjóðlegt friðargæslulið á vettvang. Frakkar vilja að öryggisráðið krefjist þess að tafarlaust verði bundinn endi á hin vopnuðu átök, og fyrst eftir að vopnin þögnuðu yrði friðargæslulið sent á vettvang. Bandaríkjamenn telja aftur á móti að eigi vopnin að þagna verði það að falla saman við aðrar aðgerðir til lausnar á deilunni, þar á meðal að gera út friðargæslulið. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hingað til stutt Ísraela með því að standa gegn kröfum um tafarlaust vopnahlé, fyrr en mjög hefur dregið úr hernaðargetu Hizbollah. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á meint vígi Hizbollah-liða víða í Líbanon í gær, brýr á aðalþjóðveginum norður frá Beirút voru sprengdar upp og síðasta meginsamgönguæðin til Sýrlands þar með rofin. Að minnsta kosti 28 landbúnaðarverkamenn létu lífið er ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna á vöruhús nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. Talsmenn Hizbollah sögðu skæruliða hafa fellt sex ísraelska hermenn í bardögum í landamæraþorpum í Suður-Líbanon. Hizbollah-liðar skutu vel á annað hundrað sprengiflaugum suður yfir landamærin. Ísraelsk arabafjölskylda lét lífið í einu húsinu sem flaugarnar lentu á.
Erlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira