Innlent

Þjónustu skortir í Hátúninu

Búsetuúrræði geðfatlaðra eru úr takt við tímann, að mati Silju Magnúsdóttur, sálfræðings hjá Geðhjálp. „Það er ósk forsvarsmanna Geðhjálpar að búsetuúrræði fyrir geðfatlaða verði í formi lítilla eininga í framtíðinni, en í stórum einingum eins og öryrkjablokkunum í Hátúninu vantar sárlega þjónustu og liðveislu við íbúana.

Silja segir að Geðhjálp berist fjöldi kvartana frá fólki sem bíði eftir búsetuúrræðum og veit um geðfatlaða sem búa inni á foreldrum sínum, en slíkt eykur álagið á alla fjölskylduna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×