Innlent

Norðurlöndin öll utan ESB

Lagt er til að öll Norðurlöndin standi utan Evrópusambandsins í ályktun Norræns þjóðfundar sem haldinn var á Íslandi dagana 28. til 30. júlí.

Varað er við þróun Evrópusambandsins í sambandsríki með vaxandi miðstýringu sem sé til þess fallin að grafa enn frekar undan fullveldi aðildarríkjanna.

Heimssýn efndi til ráðstefnunnar, sem fjallaði um norræna samvinnu og Evrópusambandið, í samvinnu við norrænu samtökin Frit Norden. Sérstök athygli var vakin á að Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi vegnar mjög vel utan Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×