Kona á fimmtugsaldri liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að ekið var á hana á Suðurlandsbraut í gær.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hlaut konan töluverða höfuðáverka og sagði læknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að líðan konunnar væri eftir atvikum.
Suðurlandsbraut var lokað í austurátt frá Grensásvegi í hálfan annan tíma í gær vegna atviksins. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli slysinu.