Innlent

Sagði nokkurri hörku beitt

Sautján manns voru handteknir eftir að hafa hlekkjað sig við vinnutæki við Desjarárstíflu við Kárahnjúka í gær. Vinna stöðvaðist við stífluna á meðan á mótmælum stóð.

Í það minnsta einn mótmælendanna meiddist við handtökurnar að sögn Örnu Aspar Magnúsardóttur sem stödd var á svæðinu og var í sambandi við nokkra mótmælendanna.

„Mér finnst eðlilegt að handtaka fólk í aðgerðum eins og þessum en það er ekki sama hvernig farið er að því,“ segir Arna og bætir við að nokkurri hörku hafi verið beitt við handtökurnar.

Óskars Bjartmarz yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum vissi ekki að til pústra hefði komið við handtökurnar á svæðinu en sagði að einn úr hópi mótmælenda hefði villt á sér heimildir við aðgerðirnar en hann klæddist vinnufatnaði vinnumanna á svæðinu.

Arna, sem dvalið hefur í tjaldbúðum við Snæfell undanfarnar tvær vikur, sagði að talsverð umferð lögreglu hefði verið á svæðinu að undanförnu og hafði hún meðal annars verið stöðvuð af lögreglu þar sem hún var á ferð um svæðið í bifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×