Innlent

Björgunarsamstarf aukist

Hlýnun jarðar, nýjar siglingaleiðir og breytingar á þjóðréttarsamningum voru meðal umræðuefna á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál sem fram fór í Kiruna í Svíþjóð dagana 2.-4. ágúst. Íslensku þingmennirnir lögðu mikla áherslu á aukið samstarf á sviði leitar- og björgunarmála, vegna brotthvarfs varnar­liðsins frá Íslandi og aukinna flutninga á olíu og gasi við Íslandsstrendur.

Ráðstefnuna sóttu Sigurður Kári Kristjánsson, Björgvin G. Sigurðsson og Jón Kristjánsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×