Lögregla lokaði í gær búðum mótmælenda 8. ágúst 2006 07:00 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Lögreglan á Egilsstöðum handtók aðfaranótt mánudags fjórtán mótmælendur sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og meðal annars hlekkjað sig við vinnuvélar og truflað framkvæmdir. Tveir mótmælendanna voru íslenskir en tólf erlendir. Framkvæmdaraðilar á svæðinu hafa lagt fram kæru vegna athæfisins og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mótmælendunum sem voru handteknir í fyrrinótt var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum mótmælenda undir Snæfelli verið lokað og gestir þar verið sendir á brott. Í tilkynningu frá Lárusi Bjarnasyni, sýslumanni á Seyðisfirði, kemur fram að lögreglunni hafi borist beiðni frá umráðaaðila landsins sem mótmælendur hafa hafst við á undanfarið um að þeir verði fjarlægðir af svæðinu. „Það er mikilvægt að lögreglan hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. Þeir hafa bent á mikinn kostnað við löggæslu á virkjunarsvæðinu en að okkar mati verður það að teljast eðlilegur kostnaður þegar um svona framkvæmd er að ræða,“ segir Bjarki Bragason, talsmaður Íslandsvina, sem skipulögðu tjaldbúðirnar undir Snæfelli í upphafi. Hann segir sjálfsagt að fólk mótmæli þessum framkvæmdum og að það sé hluti af tjáningarfrelsi einstaklinga. Hins vegar hafi mótmælendurnir sem handteknir voru í fyrrinótt ekki verið á vegum Íslandsvina heldur sjálfstæðir einstaklingar. „Það er spurning hvort yfirstjórn lögreglumála í landinu vill reka lögreglu sem nýtur trausts borgaranna og hagar sér í samræmi við almennar lýðræðisvenjur eða hvort lögreglustjórnin vill láta lögregluna ganga fram án tillits til réttinda borgaranna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að ef vilji sé fyrir hinu fyrrnefnda verði að fara fram rannsókn á því sem þarna gerðist og þeir sem beri ábyrgð vera dregnir til ábyrgðar. „Landsvirkjun fer hvorki með lögregluvald né dómsvald í ríkinu en lögreglan hlýddi þeim,“ segir Ragnar. Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Lögreglan á Egilsstöðum handtók aðfaranótt mánudags fjórtán mótmælendur sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og meðal annars hlekkjað sig við vinnuvélar og truflað framkvæmdir. Tveir mótmælendanna voru íslenskir en tólf erlendir. Framkvæmdaraðilar á svæðinu hafa lagt fram kæru vegna athæfisins og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mótmælendunum sem voru handteknir í fyrrinótt var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum mótmælenda undir Snæfelli verið lokað og gestir þar verið sendir á brott. Í tilkynningu frá Lárusi Bjarnasyni, sýslumanni á Seyðisfirði, kemur fram að lögreglunni hafi borist beiðni frá umráðaaðila landsins sem mótmælendur hafa hafst við á undanfarið um að þeir verði fjarlægðir af svæðinu. „Það er mikilvægt að lögreglan hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. Þeir hafa bent á mikinn kostnað við löggæslu á virkjunarsvæðinu en að okkar mati verður það að teljast eðlilegur kostnaður þegar um svona framkvæmd er að ræða,“ segir Bjarki Bragason, talsmaður Íslandsvina, sem skipulögðu tjaldbúðirnar undir Snæfelli í upphafi. Hann segir sjálfsagt að fólk mótmæli þessum framkvæmdum og að það sé hluti af tjáningarfrelsi einstaklinga. Hins vegar hafi mótmælendurnir sem handteknir voru í fyrrinótt ekki verið á vegum Íslandsvina heldur sjálfstæðir einstaklingar. „Það er spurning hvort yfirstjórn lögreglumála í landinu vill reka lögreglu sem nýtur trausts borgaranna og hagar sér í samræmi við almennar lýðræðisvenjur eða hvort lögreglustjórnin vill láta lögregluna ganga fram án tillits til réttinda borgaranna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að ef vilji sé fyrir hinu fyrrnefnda verði að fara fram rannsókn á því sem þarna gerðist og þeir sem beri ábyrgð vera dregnir til ábyrgðar. „Landsvirkjun fer hvorki með lögregluvald né dómsvald í ríkinu en lögreglan hlýddi þeim,“ segir Ragnar.
Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira