Þriðjungur fólks fær krabbamein á ævinni 8. ágúst 2006 07:00 Landspítali - háskólasjúkrahús Helgi Sigurðssson, prófessor í krabbameinslækningum, segir krabbamein óumdeilanlega eitt helsta heilsuvandamál þjóðarinnar. Þó hafi horfur þeirra sem greinast aldrei verið betri en nú. Samkvæmt krabbameinsskrá er um fjórðungur allra dánarmeina af völdum krabbameins. Þriðjungur landsmanna fær krabbamein einhverntíma á ævinni, samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Um það bil fjórðungur allra dánarmeina er af völdum krabbameins. Tíðni hinna ýmsu tegunda krabbameins er mismunandi eftir kynjum, hjá körlum er lungnakrabbamein algengast en brjóstakrabbamein algengast hjá konum. Um sextíu prósent þeirra sem greinast með krabbamein í dag eru á lífi fimm árum frá greiningu, en fyrir fimmtíu árum voru um þrjátíu prósent á lífi fimm árum eftir greiningu. Hvað mörg krabbamein varðar hafa horfur batnað verulega, til dæmis eru um níutíu prósenta líkur á að kona sem greinist með brjóstakrabbamein í dag verði á lífi eftir fimm ár. Að sögn Helga Sigurðssonar, prófessors í krabbameinslækningum, er krabbamein óumdeilanlega eitt helsta heilsuvandamál þjóðarinnar. „Krabbamein er sá sjúkdómur sem almenningur óttast einna mest að fá, en margir tengja greiningu þess við dauðadóm,“ segir Helgi. „Horfur þeirra sem greinast eru þó að batna og þeir sem læknast ekki lifa lengur og betur en áður. Ástæðan er framfarir í meðferð og greiningu sjúkdómsins á forstigum og einkennameðferð.“ Helgi segir aldur mesta áhættuþátt þess að fá krabbamein. Krabbamein séu fátíð undir 40 ára aldri og meira en helmingur allra sem fái krabbamein greinist eftir 65 ára aldur. Meðalaldur við greiningu krabbameina er 67 ár hjá körlum og 63 ár hjá konum. „Nýjar rannsóknir sýna að offita og þyngdaraukning eru mikilvægir áhættuþættir fyrir fjölda krabbameina, þannig að hreyfing og viðhald kjörþyngdar eru mikilvægir fyrirbyggjandi þættir.“ Hann segir að búast megi við verulegri lækkun á nýgengi á sumum krabbameinum eins og lungnakrabbameini þar sem reykingar landsmanna hafi minnkað. Önnur eigi eftir að aukast eins og sortumein vegna sólstrandarferða og sólbaða. Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira
Þriðjungur landsmanna fær krabbamein einhverntíma á ævinni, samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Um það bil fjórðungur allra dánarmeina er af völdum krabbameins. Tíðni hinna ýmsu tegunda krabbameins er mismunandi eftir kynjum, hjá körlum er lungnakrabbamein algengast en brjóstakrabbamein algengast hjá konum. Um sextíu prósent þeirra sem greinast með krabbamein í dag eru á lífi fimm árum frá greiningu, en fyrir fimmtíu árum voru um þrjátíu prósent á lífi fimm árum eftir greiningu. Hvað mörg krabbamein varðar hafa horfur batnað verulega, til dæmis eru um níutíu prósenta líkur á að kona sem greinist með brjóstakrabbamein í dag verði á lífi eftir fimm ár. Að sögn Helga Sigurðssonar, prófessors í krabbameinslækningum, er krabbamein óumdeilanlega eitt helsta heilsuvandamál þjóðarinnar. „Krabbamein er sá sjúkdómur sem almenningur óttast einna mest að fá, en margir tengja greiningu þess við dauðadóm,“ segir Helgi. „Horfur þeirra sem greinast eru þó að batna og þeir sem læknast ekki lifa lengur og betur en áður. Ástæðan er framfarir í meðferð og greiningu sjúkdómsins á forstigum og einkennameðferð.“ Helgi segir aldur mesta áhættuþátt þess að fá krabbamein. Krabbamein séu fátíð undir 40 ára aldri og meira en helmingur allra sem fái krabbamein greinist eftir 65 ára aldur. Meðalaldur við greiningu krabbameina er 67 ár hjá körlum og 63 ár hjá konum. „Nýjar rannsóknir sýna að offita og þyngdaraukning eru mikilvægir áhættuþættir fyrir fjölda krabbameina, þannig að hreyfing og viðhald kjörþyngdar eru mikilvægir fyrirbyggjandi þættir.“ Hann segir að búast megi við verulegri lækkun á nýgengi á sumum krabbameinum eins og lungnakrabbameini þar sem reykingar landsmanna hafi minnkað. Önnur eigi eftir að aukast eins og sortumein vegna sólstrandarferða og sólbaða.
Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira