Sprengjuregnið var óþægilega nálægt 8. ágúst 2006 07:30 hart barist á srí lanka Ekkert lát er á deilum stríðandi fylkinga í Srí Lanka. Norrænar eftirlitssveitir flúðu undan stórskotahríð stjórnarhersins á sunnudag. MYND/AP Sigurður Gíslason, íslenskur eftirlitsmaður með vopnahléi á Srí Lanka, lenti á sunnudag í skotárás í norðausturhluta landsins, nálægt bænum Tricomalae. Sigurður var í för með norrænum eftirlitsmönnum og málamiðlum, þar á meðal danska eftirlitsmanninum Ove Jensen. „Við vorum fimm sem fórum inn á svæðið í þeim tilgangi að skrúfa frá vatnsveitu sem stjórnarherinn hafði lokað fyrir. Við vorum klukkutíma á undan áætlun og því má segja að við höfum verið á röngum stað á röngum tíma,“ segir Sigurður. „Stjórnarherinn hóf stórskotaárás á svæðinu og við vorum óþægilega nálægt sprengjuregninu. Sprengjur féllu með um fimm til tíu sekúndna millibili og við gátum ekkert annað gert en að hörfa. Við fundum frumskógarslóða til að fara út sem fyrst, okkur tókst það og vorum komnir úr hættu eftir um tíu mínútur.“ Norrænu eftirlitsmennirnir sluppu allir ómeiddir. Fréttir bárust af því í gær að fimmtán starfsmenn franskra hjálparsamtaka hefðu fundist látnir í bænum Muttur í norðausturhluta Srí Lanka. Líkin fundust á skrifstofu hjálparsamtakanna. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, blaðafulltrúa eftirlitssveita með vopnahléi, höfðu friðargæsluliðar ekki enn fengið aðgang að svæðinu. „Við höfum ekki náð að rannsaka hvort fréttir af þessu máli eru réttar,“ sagði Þorfinnur þegar Fréttablaðið náði tali af honum seint í gærkvöldi. „Það er skylda okkar að rannsaka svona mál en við höfum enn ekki komist á svæðið. Vegna öryggisástæðna förum við ekki með okkar fólk þangað strax.“ Búðir norrænu sveitanna eru í nokkurri vegalengd frá átakasvæðinu. Þorfinnur segir bardaga í norðausturhluta Srí Lanka hafa harðnað til muna síðustu tvær vikur. „Við höfum þó ekki þurft að grípa til neinna sérstakra varúðarráðstafana í ljósi atburða,“ segir Þorfinnur. „Tekin var formleg ákvörðun fyrir rúmri viku að sveitir frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi myndu fara um næstu mánaðamót en ekkert hefur verið rætt um brottför Íslendinga eða Norðmanna. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi og samningamaður Norðmanna er staddur á svæðinu og stendur í viðræðum við stríðandi fylkingar. Áður en framhaldið er ákveðið verður látið reyna á hvað kemur út úr þeim viðræðum.“ Erlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Sigurður Gíslason, íslenskur eftirlitsmaður með vopnahléi á Srí Lanka, lenti á sunnudag í skotárás í norðausturhluta landsins, nálægt bænum Tricomalae. Sigurður var í för með norrænum eftirlitsmönnum og málamiðlum, þar á meðal danska eftirlitsmanninum Ove Jensen. „Við vorum fimm sem fórum inn á svæðið í þeim tilgangi að skrúfa frá vatnsveitu sem stjórnarherinn hafði lokað fyrir. Við vorum klukkutíma á undan áætlun og því má segja að við höfum verið á röngum stað á röngum tíma,“ segir Sigurður. „Stjórnarherinn hóf stórskotaárás á svæðinu og við vorum óþægilega nálægt sprengjuregninu. Sprengjur féllu með um fimm til tíu sekúndna millibili og við gátum ekkert annað gert en að hörfa. Við fundum frumskógarslóða til að fara út sem fyrst, okkur tókst það og vorum komnir úr hættu eftir um tíu mínútur.“ Norrænu eftirlitsmennirnir sluppu allir ómeiddir. Fréttir bárust af því í gær að fimmtán starfsmenn franskra hjálparsamtaka hefðu fundist látnir í bænum Muttur í norðausturhluta Srí Lanka. Líkin fundust á skrifstofu hjálparsamtakanna. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, blaðafulltrúa eftirlitssveita með vopnahléi, höfðu friðargæsluliðar ekki enn fengið aðgang að svæðinu. „Við höfum ekki náð að rannsaka hvort fréttir af þessu máli eru réttar,“ sagði Þorfinnur þegar Fréttablaðið náði tali af honum seint í gærkvöldi. „Það er skylda okkar að rannsaka svona mál en við höfum enn ekki komist á svæðið. Vegna öryggisástæðna förum við ekki með okkar fólk þangað strax.“ Búðir norrænu sveitanna eru í nokkurri vegalengd frá átakasvæðinu. Þorfinnur segir bardaga í norðausturhluta Srí Lanka hafa harðnað til muna síðustu tvær vikur. „Við höfum þó ekki þurft að grípa til neinna sérstakra varúðarráðstafana í ljósi atburða,“ segir Þorfinnur. „Tekin var formleg ákvörðun fyrir rúmri viku að sveitir frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi myndu fara um næstu mánaðamót en ekkert hefur verið rætt um brottför Íslendinga eða Norðmanna. Jon Hanssen-Bauer, sendifulltrúi og samningamaður Norðmanna er staddur á svæðinu og stendur í viðræðum við stríðandi fylkingar. Áður en framhaldið er ákveðið verður látið reyna á hvað kemur út úr þeim viðræðum.“
Erlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“